Vítaspyrnudómar koma í öllum stærðum og gerðum og sumir vissulega umdeildir en þessi var í skrítnara lagi. Í aðdraganda sóknarinnar barst annar bolti inn á völlinn sem dómarinn veitti ekki athygli og þegar Cebolinha var að munda skotfótinn sparkaði Barreto þeim bolta í leikboltann.
Dómari leiksins dæmdi víti án þess að hika og gaf Barreto gult spjald að launum. Ótrúlega sena í Brasilíu og sjón er sannarlega sögu ríkari.
Have you seen a penalty called like this? 👀
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 20, 2024
A second ball was in the field of play, leading to a game-winning penalty kick for Brazilian Serie A side Flamengo.
🎥 @geglobo pic.twitter.com/FvIquBerBz
Leikmenn Criciúma mótmæltu dómnum harðlega og margir netverjar voru ansi hissa en Christina Unkel, sem er fyrrum dómari, útskýrði að þetta væri alveg skýrt og allir dómarar ættu að vera undirbúnir fyrir senu eins og þessa.
Every referee law exam has this scenario; it’s why it matters when we stop game for second ball. Only matters when it matters.
— Christina Unkel (@ChristinaUnkel) July 20, 2024
Penalty + YC for stopping promising attack. Doesn’t yet rise to level of red card for DOGSO due to defenders but close. See LOTG for penalty https://t.co/LLtHDZS7nh