Hver verður fyrst/ur að maka vaselíni á markmannshanskana sína í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2024 09:02 Vaselín má nota í margt og mikið. Michael Regan/Getty Images Þau sem fylgdust vel með ensku úrvalsdeild karla á nýafstaðinni leiktíð sáu ef til vill André Onana, markvörð Manchester United, maka vaselíni júgurá markmannshanska sína. Hver er tilgangurinn og gæti verið að við sjáum markverði í Bestu deildum karla eða kvenna taka þetta upp í sumar? Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira