Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 22:25 Sigmar vill að þingviljinn fái að ráða ef ríkisstjórninn nær ekki að komast að samkomulagi. Vísir/Arnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira