Lífið samstarf

Nutri­lenk lið­bæti­efnin breyta öllu á á­lags­tímum

Artasan
Körfuboltamennirnir og Valsararnir Kristinn Pálsson (t.v.) og Kári Jónsson eru mjög ánægðir með Nutrilenk liðbætiefnin sem hafa hjálpað þeim mikið. Í kvöld, fimmtudagskvöld, verða þeir í eldlínunni þegar Val­ur og Grinda­vík mætast í þriðja leik liðanna í úr­slita­ein­vígi Íslands­móts karla í körfuknatt­leik.
Körfuboltamennirnir og Valsararnir Kristinn Pálsson (t.v.) og Kári Jónsson eru mjög ánægðir með Nutrilenk liðbætiefnin sem hafa hjálpað þeim mikið. Í kvöld, fimmtudagskvöld, verða þeir í eldlínunni þegar Val­ur og Grinda­vík mætast í þriðja leik liðanna í úr­slita­ein­vígi Íslands­móts karla í körfuknatt­leik.

Kristinn Pálsson og Kári Jónsson körfuboltamenn segja ekki aftur snúið eftir að Nutrilenk liðbætiefnin bættust inn í þeirra rútínu, líðan í kringum álagstímabil sé allt önnur

Margir hverjir finna til í liðum dags daglega ýmist vegna álags, áreynslu í kringum æfingar eða almennt í daglegu lífi. Oft á tíðum getur reynst erfitt að kljást við óþægindi sem slík sem tengjast liðum en miklu máli skiptir þó að huga vel að líkama okkar og vellíðan. Við hreyfingu og álag á vöðvana styrkjum við beinin sem vernda liði og liðamót en liðirnir í líkama okkar gegna grundvallar hlutverki í ýmsum hreyfingum sem við framkvæmum í daglegu amstri. Liðirnir leyfa ýmist beinum og brjóski að hreyfa sig og er því afar mikilvægt að huga vel að þeim.

Líðan í líkamanum mun betri með Nutrilenk liðbætiefnum

„Ég fæ yfirleitt mikil óþægindi í liðina í kringum álagstímabil þar sem ég æfi mikið, sérstaklega þegar „playoffs“ er í gangi. Eftir að ég fór að taka inn Nutrilenk hef ég fundið mikinn mun á mér, ég tek þrjár töflur af Nutrilenk Gold og eina af Nutrilenk Active á hverjum degi og líður mun betur í líkamanum á þessum álagstíma,“ segir Kristinn Pálsson körfuboltamaður um tilkomu Nutrilenk í sína morgun rútínu.

Ég fæ yfirleitt mikil óþægindi í liðina í kringum álagstímabil þar sem ég æfi mikið, sérstaklega þegar „playoffs“ er í gangi. Eftir að ég fór að taka inn Nutrilenk hef ég fundið mikinn mun á mér, ég tek þrjár töflur af Nutrilenk Gold og eina af Nutrilenk Active á hverjum degi og líður mun betur í líkamanum á þessum álagstíma. Kristinn Pálsson körfuboltamaður.

Kristinn var ekki lengi að segja æfinga félögum sínum frá Nutrilenk þegar áhrifin sýndu sig en Kári Jónsson, liðsfélagi hans hefur einnig verið að taka inn Nutrilenk með frábærum árangri. „Nutrilenk hefur hjálpað mér mikið í minni endurhæfingu og ég finn mikinn mun á mér í líkamanum eftir að ég byrjaði að taka það inn dags daglega. Ég trúi því að þetta hjálpi mér að komast fyrr út á gólfið að spila. Ég hvet alla til að prófa Nutrilenk sem hafa ekki gert það nú þegar,“ segir Kári Jónsson körfuboltamaður sem hefur verið að glíma við meiðsli.

Nutrilenk hefur hjálpað mér mikið í minni endurhæfingu og ég finn mikinn mun á mér í líkamanum eftir að ég byrjaði að taka það inn dags daglega. Ég trúi því að þetta hjálpi mér að komast fyrr út á gólfið að spila. Ég hvet alla til að prófa Nutrilenk sem hafa ekki gert það nú þegar. Kári Jónsson körfuboltamaður.

Nutrilenk liðbætiefnin eru Íslendingum góðkunnug en þau hafa hjálpað fjölmörgum sem þjáðst hafa við hvers konar stirðleika og óþægindi í liðum. Nutrilenk hefur verið eitt mest selda liðbætiefni hér á landi til lengri tíma og ekki er það af ástæðulausu, en sífellt fjölgar í hópi þeirra sem notast við bætiefnið dags daglega.

Kraftmikil blanda sérvalinna efna fyrir liðheilsu

Nutrilenk Gold er unnið á einstakan hátt til að líkaminn nýti virku innihaldsefnin sem best. Helstu innihaldsefni Nutrilenk Gold er kondrótín, kollagen og kalk en til þess að gera þessi innihaldsefni eins virk og kostur er, þá er það meðhöndlað með ensími (hvata) sem smækkar stóru mólekúlin og gerir það frásogunarhæft og virkt sem frábært byggingarefni fyrir brjóskvef. Að auki inniheldur formúlan D- og C vítamín sem stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina og brjósks, ásamt mangan sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina sem og viðhaldi eðlilegra myndun bandvefja. Nutrilenk Gold hentar einstaklega vel fyrir þá sjá stunda álagsvinnu eða íþróttir, eða þá sem finna fyrir eymslum í daglegu amstri.

artasan samstarf

Nutrilenk liðbætiefni

Nutrilenk línan inniheldur þrjár áhrifaríkar vörur, Nutrilenk Gold, Active og Gel en allar hafa þessar vörur það að markmiði að draga úr stirðleika og eymslum í liðum. Nutrilenk Active inniheldur hýalúronsýru og virkar sem smurning á stirða liði. Active er fyrst og fremst ætlað þeim sem þjást af minnkuðum liðvökva sem lýsir sér oftast í stirðleika og sársauka í kringum liðamót. Nutrilenk Gel virkar kælandi og hentar bæði á auma vöðva og liði. Gelið má nota bæði fyrir og/eða eftir hreyfingu en meðal innihaldsefna eru eucalyptus ilmkjarnaolía og engifer þykkni sem hefur bæði verið notað í aldanna raðir við hinum ýmsu kvillum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×