„Þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:27 Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu á útivelli 27-28 Staðan er jöfn 1-1 í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var afar ánægður með sigurinn. „Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum. FH Olís-deild karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ Sjá meira
„Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum.
FH Olís-deild karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ Sjá meira