Fremstu blakarar Ísraels leika listir sínar í Digranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 11:32 Leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi um helgina. HK Digranes Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki taka í fyrsta sinn þátt í CEV Silver deildinni um helgina. Keppt er í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi og er karlalandslið Ísraels á meðal gesta. Hávær krafa hefur verið hjá hluta Íslendinga að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. Fram kemur á Facebook-síðu Blaksambands Íslands að leit standi yfir að starfsfólki til að standa vaktina hvað varðar boltana, moppur og gæslu. „Svona leikir fara ekki fram sjálfkrafa og því leitum við til blakfólks um land allt með aðstoð í kringum leikina. Þetta er frábært tækifæri til að sjá landsliðsfólkið okkar taka þetta stóra skref á nýju sviði,“ segir í færslunni á Facebook. Karlalandsliðið mætir Færeyjum og Ísrael en kvennalandsliðið spilar gegn Lettlandi og Ungverjalandi. Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal. Á síðustu keppnishelginni 31. maí til 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu. Hávær krafa var í samfélaginu um að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision sökum þess að Ísrael væri á meðal þátttakenda. Ástæðan er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelar eru taldir hafa drepið á fjórða tug þúsunda Palestínumanna undanfarnar vikur og mánuði. Þá var mótmælt þegar Breiðablik spilaði gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í nóvember. Þá heyrðust sömuleiðis þær raddir að íslenska karlalandsliðið ætti ekki að spila gegn Ísrael í umspili um sæti á Evrópumótinu í sumar. Svo fór að Ísland tók þátt í Eurovision, Breiðablik spilaði leikinn gegn Maccabi Tel Aviv og karlalandsliðið lagði Ísrael í umspili áður en liðið féll úr leik gegn Úkraínu. Leikjaplan helgarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 17. maí 16:00 Lettland - Ísland KVK 20:00 Færeyjar - Ísland KK Laugardagur 18. maí 16:00 Ísrael - Færeyjar KK 20:00 Ungverjaland - Lettland KVK Sunnudagur 19. maí 15:00 Ísland - Ísrael KK 19:00 Ísland - Ungverjaland KVK Blak Ísrael Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu Sjá meira
Fram kemur á Facebook-síðu Blaksambands Íslands að leit standi yfir að starfsfólki til að standa vaktina hvað varðar boltana, moppur og gæslu. „Svona leikir fara ekki fram sjálfkrafa og því leitum við til blakfólks um land allt með aðstoð í kringum leikina. Þetta er frábært tækifæri til að sjá landsliðsfólkið okkar taka þetta stóra skref á nýju sviði,“ segir í færslunni á Facebook. Karlalandsliðið mætir Færeyjum og Ísrael en kvennalandsliðið spilar gegn Lettlandi og Ungverjalandi. Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal. Á síðustu keppnishelginni 31. maí til 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu. Hávær krafa var í samfélaginu um að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision sökum þess að Ísrael væri á meðal þátttakenda. Ástæðan er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelar eru taldir hafa drepið á fjórða tug þúsunda Palestínumanna undanfarnar vikur og mánuði. Þá var mótmælt þegar Breiðablik spilaði gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í nóvember. Þá heyrðust sömuleiðis þær raddir að íslenska karlalandsliðið ætti ekki að spila gegn Ísrael í umspili um sæti á Evrópumótinu í sumar. Svo fór að Ísland tók þátt í Eurovision, Breiðablik spilaði leikinn gegn Maccabi Tel Aviv og karlalandsliðið lagði Ísrael í umspili áður en liðið féll úr leik gegn Úkraínu. Leikjaplan helgarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 17. maí 16:00 Lettland - Ísland KVK 20:00 Færeyjar - Ísland KK Laugardagur 18. maí 16:00 Ísrael - Færeyjar KK 20:00 Ungverjaland - Lettland KVK Sunnudagur 19. maí 15:00 Ísland - Ísrael KK 19:00 Ísland - Ungverjaland KVK
Blak Ísrael Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu Sjá meira