Menning

Nóbels­verð­launa­hafinn Alice Munro er látin

Jón Þór Stefánsson skrifar
Alice Munro árið 2004 þegar hún tók við Giller-verðlaununum.
Alice Munro árið 2004 þegar hún tók við Giller-verðlaununum. Getty

Kanadíski smásagnahöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Alice Munro er látin 92 ára að aldri. Rithöfundaferill hennar spannaði meira en sextíu ár.

„Kanadíski Tsjekhov“ sagði bandaríski rithöfundurinn Cynthia Ozick um Munro. Og Margaret Atwood sagði hana á meðal mikilvægustu höfunda okkar tíma.

Alice Munro fæddist árið 1931 og var dóttir bóndahjóna í Ontario. Fyrstu árin voru erfið vegna kreppunnar miklu.

Smásögur áttu hug Munro sem gaf í fyrstu út smásögur í tímaritum, en fyrsta smásagnasafn hennar var gefið út árið 1968.

Árið 2013 hlaut hún bókmenntaverðlaun Nóbels.

Munro lést á hjúkrunarheimili í Ontario en hún hafði glímt við elliglöp á síðusta áratug.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×