Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2024 10:24 Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson við borgarstjóraskiptin í janúar. Vísir/Einar Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. Þröstur Ólafsson hagfræðingur, Sigurður Gísli Pálmason fjárfestir og Leifur Breiðfjörð listamaður eru á meðal þeirra sem rita grein í Morgunblaðið í dag og vara við fyrirhuguðum breytingum. Þeir beina orðum sínum til borgarastjóra kjörtímabilsins; Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar sem tók við stöðunni um áramótin. „Ágætu borgarstjórar, þótt búið sé að prímsigna þetta skemmdarverk í stofnunum borgarinnar, þá er enn ekki of seint að hverfa frá verknaðinum,“ segir greinarhöfundar. Fjallað var um fyrirhugaðar endurbætur á Vísi í þessari grein árið 2022. „Sundhöll Reykjavíkur er meðal merkustu bygginga borgarinnar. Hún hefur ekki bara glæsilegt klassískt ytra útlit heldur er innri gerð hennar samgróin þeirri heild sem blasir við úti sem og inni í lauginni sjálfri.“ Samþætt heildarlistaverk „Hún er ein af fyrstu og fáum byggingum frá fyrri helmingi liðinnar aldar þar sem gætt er fullkomins samræmis í stíl og hönnun ytra sem innra, milli stórra sem smæstu eininga og einstakra hluta. Hún er samþætt heildarlistaverk þar sem hver hannaður kimi, stallur eða sylla er hluti af órjúfanlegri samofinni heild, enda sögð og skrásett sem alfriðuð, þótt sú vernd virðist eigendum ekki íþyngjandi,“ segir í greininni. Útilaug bættist við Sundhöllina árið 2017 og fylgdu breytingar á inngangi og búningsklefum. „Við byggingu nýrrar útilaugar voru gerðar breytingar í inngangs- og afgreiðslurými hallarinnar sem breyttu útliti og andrými hússins, sem mörgum þótti miður og að mestu óþarfar. Aðrar lausnir voru í boði. Fyrrnefndar breytingar snertu þó ekki kjarnann, sjálft laugarhúsið.“ Órjúfanlegur hluti af heildinni Greinarhöfundar segja að nú sé reitt til höggs að nýju. „Breyta skal laugarbökkunum og endurgera í samræmi við nútímakröfur, eyðileggja laugarbakkana sem eru órjúfanlegur hluti af heildinni og endurhanna þá eftir kröfum um nútímasundlaugar.“ Engin knýjandi þörf sé á þessari breytingu enda sé hún ekki gerð með þarfir sundgesta að leiðarljósi heldur samkvæmt óskilgreindum nútímakröfum. „Gangi þetta fram verður þessu einstæða listaverki Guðjóns Samúelssonar spillt varanlega, til frambúðar. Óþarfi að minna á þá sóun almannafjár sem fylgir. Sundhöllin þarfnast vissulega viðgerða. Látið þar við sitja. Notið peningana í þarfari hluti.“ Þeir biðla til Dags og Einars. Friðuð frá 2004 „Ágætu borgarstjórar, þótt búið sé að prímsigna þetta skemmdarverk í stofnunum borgarinnar, þá er enn ekki of seint að hverfa frá verknaðinum. Látið þessar breytingar daga uppi og ónýtast. Gerið þetta fyrir borgarbúa í virðingarskyni við einstakt listaverk á reykvískri grund.“ Í tillögu að breytingum frá því í desember síðastliðnum kemur fram að laugarker innilaugar sé orðið illa farið og þarfnist endurgerðar. „Laugarkerið verður brotið niður og endursteypt, einnig verða pottar á austursvölum steyptir að nýju. Jafnframt verður þvottahús á neðri hæð fært á efri hæð og komið fyrir nýjum gufuböðum, þurrgufu og infra rauðri gufu á neðri hæð í stað þvottaherbergi.“ Ekkert annað en viðgerð í boði Pétur Ármannsson, arkitekt, sviðsstjóri hjá Minjastofnun og sérfræðingur um Guðjón Samúelsson, tjáði Vísi árið 2022 að breytingarnar væru nauðsynlegar. Staðreyndin væri sú að ef ekkert yrði gert við innilaugina myndi hún eyðileggjast. Breytingin væri einfaldlega óumflýjanleg ef nota ætti innilaugina áfram. Það væri „lífsspursmál fyrir húsið að fara í þessa viðgerð,“ sagði Pétur. „Það er lykilatriði að mannvirki sé í notkun og þjóni upprunalegu hlutverki sínu. Það er ekki um neitt annað að ræða en að fara í þessa viðgerð,“ sagði Pétur. Sundhöllin var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni árið 1929 og tekin í notkun 1937. Menntamálaráðherra friðaði bygginguna í deesember 2004. Friðunin tekur til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Minjastofnun Íslands hefur verið með í ráðum í hönnunarferlinu. Borgarstjórn Reykjavík Sundlaugar Arkitektúr Húsavernd Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Þröstur Ólafsson hagfræðingur, Sigurður Gísli Pálmason fjárfestir og Leifur Breiðfjörð listamaður eru á meðal þeirra sem rita grein í Morgunblaðið í dag og vara við fyrirhuguðum breytingum. Þeir beina orðum sínum til borgarastjóra kjörtímabilsins; Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar sem tók við stöðunni um áramótin. „Ágætu borgarstjórar, þótt búið sé að prímsigna þetta skemmdarverk í stofnunum borgarinnar, þá er enn ekki of seint að hverfa frá verknaðinum,“ segir greinarhöfundar. Fjallað var um fyrirhugaðar endurbætur á Vísi í þessari grein árið 2022. „Sundhöll Reykjavíkur er meðal merkustu bygginga borgarinnar. Hún hefur ekki bara glæsilegt klassískt ytra útlit heldur er innri gerð hennar samgróin þeirri heild sem blasir við úti sem og inni í lauginni sjálfri.“ Samþætt heildarlistaverk „Hún er ein af fyrstu og fáum byggingum frá fyrri helmingi liðinnar aldar þar sem gætt er fullkomins samræmis í stíl og hönnun ytra sem innra, milli stórra sem smæstu eininga og einstakra hluta. Hún er samþætt heildarlistaverk þar sem hver hannaður kimi, stallur eða sylla er hluti af órjúfanlegri samofinni heild, enda sögð og skrásett sem alfriðuð, þótt sú vernd virðist eigendum ekki íþyngjandi,“ segir í greininni. Útilaug bættist við Sundhöllina árið 2017 og fylgdu breytingar á inngangi og búningsklefum. „Við byggingu nýrrar útilaugar voru gerðar breytingar í inngangs- og afgreiðslurými hallarinnar sem breyttu útliti og andrými hússins, sem mörgum þótti miður og að mestu óþarfar. Aðrar lausnir voru í boði. Fyrrnefndar breytingar snertu þó ekki kjarnann, sjálft laugarhúsið.“ Órjúfanlegur hluti af heildinni Greinarhöfundar segja að nú sé reitt til höggs að nýju. „Breyta skal laugarbökkunum og endurgera í samræmi við nútímakröfur, eyðileggja laugarbakkana sem eru órjúfanlegur hluti af heildinni og endurhanna þá eftir kröfum um nútímasundlaugar.“ Engin knýjandi þörf sé á þessari breytingu enda sé hún ekki gerð með þarfir sundgesta að leiðarljósi heldur samkvæmt óskilgreindum nútímakröfum. „Gangi þetta fram verður þessu einstæða listaverki Guðjóns Samúelssonar spillt varanlega, til frambúðar. Óþarfi að minna á þá sóun almannafjár sem fylgir. Sundhöllin þarfnast vissulega viðgerða. Látið þar við sitja. Notið peningana í þarfari hluti.“ Þeir biðla til Dags og Einars. Friðuð frá 2004 „Ágætu borgarstjórar, þótt búið sé að prímsigna þetta skemmdarverk í stofnunum borgarinnar, þá er enn ekki of seint að hverfa frá verknaðinum. Látið þessar breytingar daga uppi og ónýtast. Gerið þetta fyrir borgarbúa í virðingarskyni við einstakt listaverk á reykvískri grund.“ Í tillögu að breytingum frá því í desember síðastliðnum kemur fram að laugarker innilaugar sé orðið illa farið og þarfnist endurgerðar. „Laugarkerið verður brotið niður og endursteypt, einnig verða pottar á austursvölum steyptir að nýju. Jafnframt verður þvottahús á neðri hæð fært á efri hæð og komið fyrir nýjum gufuböðum, þurrgufu og infra rauðri gufu á neðri hæð í stað þvottaherbergi.“ Ekkert annað en viðgerð í boði Pétur Ármannsson, arkitekt, sviðsstjóri hjá Minjastofnun og sérfræðingur um Guðjón Samúelsson, tjáði Vísi árið 2022 að breytingarnar væru nauðsynlegar. Staðreyndin væri sú að ef ekkert yrði gert við innilaugina myndi hún eyðileggjast. Breytingin væri einfaldlega óumflýjanleg ef nota ætti innilaugina áfram. Það væri „lífsspursmál fyrir húsið að fara í þessa viðgerð,“ sagði Pétur. „Það er lykilatriði að mannvirki sé í notkun og þjóni upprunalegu hlutverki sínu. Það er ekki um neitt annað að ræða en að fara í þessa viðgerð,“ sagði Pétur. Sundhöllin var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni árið 1929 og tekin í notkun 1937. Menntamálaráðherra friðaði bygginguna í deesember 2004. Friðunin tekur til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Minjastofnun Íslands hefur verið með í ráðum í hönnunarferlinu.
Borgarstjórn Reykjavík Sundlaugar Arkitektúr Húsavernd Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira