„Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 17:14 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink HK tapaði öðrum heimaleik sínum í röð í dag þegar liðið tók á móti FH í 3. umferð Bestu deildar karla. Ómar Ingi, þjálfari HK, var að vonum ósáttur með frammistöðu liðsins. „Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
„Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55