„Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 17:14 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink HK tapaði öðrum heimaleik sínum í röð í dag þegar liðið tók á móti FH í 3. umferð Bestu deildar karla. Ómar Ingi, þjálfari HK, var að vonum ósáttur með frammistöðu liðsins. „Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55