Stefnir til Parísar og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2024 08:01 Hákon Þór Svavarsson á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands. vísir/sigurjón Haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson setur stefnuna á að komast inn á Ólympíuleikana í París. Við hittum hann á dögunum og fengum að kynnast honum í leik og starfi. Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira