Sara efst en meira en níu hundruð konur á undan Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:30 Sara Sigmundsdóttir var sú eina inn á topp tvö hundruð af íslensku stelpunum. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna í fyrsta hluta The Open en CrossFit samtökin eru búin að fara yfir árangur keppenda í 24.1. Þetta er fyrsta vikan af þremur í opna hlutanum en 25 prósent þátttakenda tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitunum þar sem síðan verður barist um sæti á undanúrslitamótunum. Þetta er því fyrsta skrefið í átt að því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara er í 199. sæti í heiminum eftir þessa fyrstu viku og í 94. sæti í Evrópu. Hún kláraði æfingu 24.1 á sex mínútum og 48 sekúndum. Önnur meðal íslensku stelpnanna varð síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir sem er í 299. sæti í heiminum eftir að hafa klárað á sex mínútum og 57 sekúndum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Þriðja varð síðan Þuríður Erla Helgadóttir sem kláraði á sjö mínútum sléttum og endaði í 356. sæti í heiminum. Tvær urðu jafnar í fjórða sætinu eða þær Birna Sjöfn Pétursdóttir og Birta Líf Þórarinsdóttir sem kláruðu báðar á sjö mínútum og einni sekúndu sem skilaði þeim 365. sæti á heimsvísu. Athygli vakti að Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem keppir í undankeppni Norður-Ameríku, endaði í bara í 902. sæti á heimsvísu en hún kláraði á sjö mínútum og 25 sekúndum. Það voru því fleiri en níu hundruð konur í heiminum sem enduðu á undan henni í 24.1. Þessi æfing hentaði ekki Katrínu en hún færi tækifæri til að bæta stöðu sína á næstu tveimur vikum. Katrín var með tíunda besta árangurinn meðal íslensku stelpnanna en á undan henni voru líka Sólrún Sigþórsdóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Tanja Davíðsdóttir og Þórunn Katrín Björgvinsdóttir. Anníe Mist Þórisdóttir tók líka þátt í 24.1 þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún kláraði á tíu mínútum og fimm sekúndum sem skilaði henni sæti 17.037 í heiminum. Anníe var með 86. besta árangurinn hjá íslenskum konum. Efstu íslensku konurnar.CrossFit Games CrossFit Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Sjá meira
Þetta er fyrsta vikan af þremur í opna hlutanum en 25 prósent þátttakenda tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitunum þar sem síðan verður barist um sæti á undanúrslitamótunum. Þetta er því fyrsta skrefið í átt að því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara er í 199. sæti í heiminum eftir þessa fyrstu viku og í 94. sæti í Evrópu. Hún kláraði æfingu 24.1 á sex mínútum og 48 sekúndum. Önnur meðal íslensku stelpnanna varð síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir sem er í 299. sæti í heiminum eftir að hafa klárað á sex mínútum og 57 sekúndum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Þriðja varð síðan Þuríður Erla Helgadóttir sem kláraði á sjö mínútum sléttum og endaði í 356. sæti í heiminum. Tvær urðu jafnar í fjórða sætinu eða þær Birna Sjöfn Pétursdóttir og Birta Líf Þórarinsdóttir sem kláruðu báðar á sjö mínútum og einni sekúndu sem skilaði þeim 365. sæti á heimsvísu. Athygli vakti að Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem keppir í undankeppni Norður-Ameríku, endaði í bara í 902. sæti á heimsvísu en hún kláraði á sjö mínútum og 25 sekúndum. Það voru því fleiri en níu hundruð konur í heiminum sem enduðu á undan henni í 24.1. Þessi æfing hentaði ekki Katrínu en hún færi tækifæri til að bæta stöðu sína á næstu tveimur vikum. Katrín var með tíunda besta árangurinn meðal íslensku stelpnanna en á undan henni voru líka Sólrún Sigþórsdóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Tanja Davíðsdóttir og Þórunn Katrín Björgvinsdóttir. Anníe Mist Þórisdóttir tók líka þátt í 24.1 þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún kláraði á tíu mínútum og fimm sekúndum sem skilaði henni sæti 17.037 í heiminum. Anníe var með 86. besta árangurinn hjá íslenskum konum. Efstu íslensku konurnar.CrossFit Games
CrossFit Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Sjá meira