Gunni hvetur Baldur og Felix fram Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 23:28 „Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. Vísir/Arnar Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira