Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2024 12:48 Vinnuvélar frá verktakanum Gleipni við stígagerð að brúarstæðinu í Grænugróf í Víðidal í gær. Félagssvæði Fáks sést fjær. KMU Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. Reykjavíkurborg fer fyrir brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans, sem gerður var fyrir fimm árum milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Borgin segir verkefnið í samræmi við þá stefnu hennar að efla vistvæna ferðamáta og að auka hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáta í borginni. Frá stígagerð í gær. Fjær sést í Fella- og Hólakirkju.KMU Í byrjun febrúar hófst vinna við aðra göngu- og hjólabrú um fimmhundruð metrum ofar í ánni, en um hana var fjallað í frétt Vísis um síðustu helgi. Sú brú er liður í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð, sem Vegagerðin stendur fyrir í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Kortið sýnir báðar brýrnar og nýja göngu- og hjólastíga sem þeim fylgja.Reykjavíkurborg/Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar Tilkoma beggja þessara brúa mun opna á fjölbreyttari ferðamöguleika, hvort sem er fyrir gangandi, skokkandi eða hjólandi, á efri hluta Elliðaárdalssvæðisins á milli Breiðholtsbrautar og Vatnsveitubrúar. Þar hefur verið mun lengra á milli göngubrúa yfir árnar heldur en í neðri hluta dalsins, neðan Árbæjarstíflu. Með vaxandi skógi er að myndast ný útivistarperla í Grænugróf.Gleipnir Nýja brúin mun greiða leið að lítt uppgötvaðri útivistarperlu sem vaxandi skógarreitir hafa verið að mynda í Grænugróf. Betra aðgengi opnast jafnframt að fögrum hluta Dimmu en brúin kemur yfir ána á slaufukafla og verður lögð á milli tveggja bugða í ánni. Hér sést hvar stígurinn að nýju brúnni tengist núverandi stígakerfi Elliðaárdals. Reiðvöllur hestamannafélagsins Fáks sést efst til hægri.Gleipnir Verkinu fylgja 800 metrar af nýjum stígum og verða göngu- og hjólastígar aðskildir þar sem því verður við komið. Í verkinu felast einnig breytingar á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu. Svona mun nýja brúin yfir Elliðaár hjá Grænugróf í Víðidal líta út.Reykjavíkurborg Samið var við verktakafyrirtækið Gleipni um gerð Grænugrófarbrúarinnar sem og stígagerð henni tengdri fyrir 322 milljónir króna en tilboð verktakans reyndist 90,3 prósent af kostnaðaráætlun. Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri Gleipnis, segir verklok fyrir 1. desember. Rétt eins og í hinni brúnni verður verktakanum þó ekki leyft að vinna nálægt ánni frá vori og fram á haust til að trufla ekki laxveiði. Horft eftir brúargólfinu.Reykjavíkurborg Samkvæmt upplýsingum sem umhverfis- og skipulagssvið lagði fyrir borgarráð er áætlað að heildarkostnaður verði 460 milljónir króna. Þar af er hluti Reykjavíkur 60 milljónir króna. Reiðstígar á svæði Fáks verða nýttir tímabundið fyrir vinnuvélar og vörubíla vegna framkvæmdanna.Gleipnir Vegna framkvæmdanna hefur hestamannafélagið Fákur tilkynnt félagsmönnum að verktakinn muni nýta reiðveg til að komast á verkstað. Umferð vöruflutningabíla verði um hluta vegarins og eru reiðmenn beðnir að fara varlega meðan á framkvæmdum stendur. Jafnframt verði brýnt fyrir bílstjórum að taka tillit til ríðandi umferðar. Brúin kemur á svæði þar sem langt er á milli göngubrúa yfir Elliðaár.Reykjavíkurborg Samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar verður brúin við Grænugróf 55 metra löng og 6,5 metra breið; nægilega breið til að unnt sé að skilja að gangandi og hjólandi umferð. Tíu sentimetra blá rör mynda samhverf handrið, sem sveigjast á hliðum brúarinnar. Segir borgin þarna vísað í kalda vatnið og vatnsveituna. Brúin í myrkri. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg Sagt er að mikið sé lagt í lýsingarhönnun, sem muni setja svip á umhverfið á sama tíma og gætt sé að því að lýsingin hafi ekki áhrif á lífríki árinnar. Lýsingunni sé beint á brúargólfið þar sem nauðsynlegt sé að gæta þess að ljós fari ekki út í árnar. Brúin í myrkri.Reykjavíkurborg Á vef borgarinnar segir að markmið með verkefnum samgöngusáttmálans sé meðal annars að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Samgöngur Vegagerð Hjólreiðar Göngugötur Hestar Reykjavík Lax Stangveiði Kópavogur Hestaíþróttir Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Reykjavíkurborg fer fyrir brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans, sem gerður var fyrir fimm árum milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Borgin segir verkefnið í samræmi við þá stefnu hennar að efla vistvæna ferðamáta og að auka hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáta í borginni. Frá stígagerð í gær. Fjær sést í Fella- og Hólakirkju.KMU Í byrjun febrúar hófst vinna við aðra göngu- og hjólabrú um fimmhundruð metrum ofar í ánni, en um hana var fjallað í frétt Vísis um síðustu helgi. Sú brú er liður í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð, sem Vegagerðin stendur fyrir í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Kortið sýnir báðar brýrnar og nýja göngu- og hjólastíga sem þeim fylgja.Reykjavíkurborg/Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar Tilkoma beggja þessara brúa mun opna á fjölbreyttari ferðamöguleika, hvort sem er fyrir gangandi, skokkandi eða hjólandi, á efri hluta Elliðaárdalssvæðisins á milli Breiðholtsbrautar og Vatnsveitubrúar. Þar hefur verið mun lengra á milli göngubrúa yfir árnar heldur en í neðri hluta dalsins, neðan Árbæjarstíflu. Með vaxandi skógi er að myndast ný útivistarperla í Grænugróf.Gleipnir Nýja brúin mun greiða leið að lítt uppgötvaðri útivistarperlu sem vaxandi skógarreitir hafa verið að mynda í Grænugróf. Betra aðgengi opnast jafnframt að fögrum hluta Dimmu en brúin kemur yfir ána á slaufukafla og verður lögð á milli tveggja bugða í ánni. Hér sést hvar stígurinn að nýju brúnni tengist núverandi stígakerfi Elliðaárdals. Reiðvöllur hestamannafélagsins Fáks sést efst til hægri.Gleipnir Verkinu fylgja 800 metrar af nýjum stígum og verða göngu- og hjólastígar aðskildir þar sem því verður við komið. Í verkinu felast einnig breytingar á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu. Svona mun nýja brúin yfir Elliðaár hjá Grænugróf í Víðidal líta út.Reykjavíkurborg Samið var við verktakafyrirtækið Gleipni um gerð Grænugrófarbrúarinnar sem og stígagerð henni tengdri fyrir 322 milljónir króna en tilboð verktakans reyndist 90,3 prósent af kostnaðaráætlun. Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri Gleipnis, segir verklok fyrir 1. desember. Rétt eins og í hinni brúnni verður verktakanum þó ekki leyft að vinna nálægt ánni frá vori og fram á haust til að trufla ekki laxveiði. Horft eftir brúargólfinu.Reykjavíkurborg Samkvæmt upplýsingum sem umhverfis- og skipulagssvið lagði fyrir borgarráð er áætlað að heildarkostnaður verði 460 milljónir króna. Þar af er hluti Reykjavíkur 60 milljónir króna. Reiðstígar á svæði Fáks verða nýttir tímabundið fyrir vinnuvélar og vörubíla vegna framkvæmdanna.Gleipnir Vegna framkvæmdanna hefur hestamannafélagið Fákur tilkynnt félagsmönnum að verktakinn muni nýta reiðveg til að komast á verkstað. Umferð vöruflutningabíla verði um hluta vegarins og eru reiðmenn beðnir að fara varlega meðan á framkvæmdum stendur. Jafnframt verði brýnt fyrir bílstjórum að taka tillit til ríðandi umferðar. Brúin kemur á svæði þar sem langt er á milli göngubrúa yfir Elliðaár.Reykjavíkurborg Samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar verður brúin við Grænugróf 55 metra löng og 6,5 metra breið; nægilega breið til að unnt sé að skilja að gangandi og hjólandi umferð. Tíu sentimetra blá rör mynda samhverf handrið, sem sveigjast á hliðum brúarinnar. Segir borgin þarna vísað í kalda vatnið og vatnsveituna. Brúin í myrkri. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg Sagt er að mikið sé lagt í lýsingarhönnun, sem muni setja svip á umhverfið á sama tíma og gætt sé að því að lýsingin hafi ekki áhrif á lífríki árinnar. Lýsingunni sé beint á brúargólfið þar sem nauðsynlegt sé að gæta þess að ljós fari ekki út í árnar. Brúin í myrkri.Reykjavíkurborg Á vef borgarinnar segir að markmið með verkefnum samgöngusáttmálans sé meðal annars að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.
Samgöngur Vegagerð Hjólreiðar Göngugötur Hestar Reykjavík Lax Stangveiði Kópavogur Hestaíþróttir Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07