Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kynmök fráleitar Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2024 10:59 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur. Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum. Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum.
Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira