Vopnfirðingurinn skaut öllum ref fyrir rass á sögulegum viðburði Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 22:31 Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitum. vísir/Bjarni freyr Dilyan Kolev naut sín vel á stóra sviðinu meðal fremstu pílukastara landsins og stóð uppi sem sigurvegari á Akureyri Open, pílukastmóti sem fór fram í Sjallanum um helgina. Þrátt fyrir stífar æfingar í stofunni heima á Vopnafirði átti hann ekki von á sigri. „Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“ Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
„Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“
Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira