Sport

Richard Sherman aftur hand­tekinn fyrir ölvunar­akstur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Richard Sherman starfar sem sjónvarpsmaður hjá Amazon Prime í dag.
Richard Sherman starfar sem sjónvarpsmaður hjá Amazon Prime í dag. Cooper Neill/Getty Images

Fyrrum NFL leikmaðurinn og núverandi sjónvarpsmaðurinn Richard Sherman var handtekinn fyrir ölvunarakstur í Washington fylki Bandaríkjanna. 

Sherman var á sínum tíma frábær varnarmaður, hann eyddi ellefu tímabilum í NFL deildinni með San Francisco 49ers, Tampa Bay Buccaneers og Seattle Seahawks. Bestum árangri náði hann með Seahawks þegar þeir unnu Ofurskálina árið 2013. 

Í dag starfar hann hjá Amazon Prime sem sérfræðingur í setti á fimmtudagskvöldum (e. Thursday Night Football). 

Hann var handtekinn rétt áður en klukkan gekk fimm, að staðartíma, í nótt. Eins og staðan er verður hann ekki látinn laus gegn tryggingu, en engar ákærur liggja heldur fyrir.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sherman er tekinn fyrir ölvunarakstur. Hann var handtekinn árið 2021 fyrir ölvunarakstur og aðra smáglæpi, hann gekkst við tveimur ákærum og sinnti samfélagsþjónustu. 

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×