Austur-Kongó og Rúanda á „barmi styrjaldar“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 13:33 Meðlimir uppreisnarhópsins M23 á ferðinni í Kibumba í austurhluta Austur-Kongó. AP/Moses Sawasawa Hundruð þúsunda hafa þurft að flýja undan sífellt harðnandi átökum milli hers Austur-Kongó og M23 uppreisnarmanna í austurhluta Kongó. Uppreisnarmennirnir hafa barist gegn hernum í áratugi, með stuðningi yfirvalda í Rúanda, en líkur á almennu stríði milli Kongó og Rúanda hafa aukist verulega. Talið er að fjöldi fólks hafi fallið í átökum undanfarinna vikna. Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna óttast að ný styrjöld geti brotist út og að hún gæti náð til fleiri ríkja en Austur-Kongó og Rúanda. Varað var við því á fundi öryggisráðsins í gær að Austur-Kongó og Rúanda væru á barmi nýjar styrjaldar. Erindreki Bandaríkjanna sagði gífurlega mikilvægt að hefja viðræður sem fyrst. Bandaríkjamenn höfðu á mánudaginn kallað eftir því að hermenn Rúanda færu úr austurhluta Kongó og tækju loftvarnarkerfi sín með sér. Ráðamenn í Frakklandi hafa slegið á svipaða strengi og kallað eftir því að Rúanda láti af stuðningi við M23 og flytji hermenn sína á brot frá landsvæði Austur-Kongó. Þessari kröfu var hafnað. Utanríkisráðuneyti Rúanda sagði hermennina vera að verja landsvæði Rúanda í ljósi mikillar hernaðaruppbyggingar Kongó-megin við landamærin. Uppreisnarmenn M23 eru sagðir betur vopnum búnir og agaðri en meðlimir hers Austur-Kongó. Þeir njóta stuðnings hers Rúanda.AP/Moses Sawasawa Óttast að fleiri ríki dragist inn í átökin Erindreki Sameinuðu þjóðanna varaði við því að fundi öryggisráðsins í gær að hætt væri við því að allsherjar stríð myndi blossa upp á svæðinu og að önnur ríki Afríku gætu hæglega dregist inn í átökin. Mikilvægt sé að reyna að binda enda á átökin í Norður Kivu-héraði í Austur-Kongó. Héraðið liggur við Rúanda. Á vef Sameinuðu þjóðanna segir að ástandið í Austur-Kongó sé ein flóknasta og mest langvarandi krísa í heiminum. Það hafi staðið yfir í um þrjá áratugi. Frá því friðargæsluliðarnir hurfu á brott í desember hafa átökin harðnað verulega og hafa meðlimir M23 sótt fram á nokkrum stöðum. Því hefur mikill fjöldi fólks flúið undan átökunum. Talið er að rúmlega fjögur hundruð þúsund manns hafi flúið til Goma, höfuðborgar Norður Kivu-héraðs á undanförnum vikum. Kólerutilfellum hefur fjölgað verulega í kjölfarið, samhliða skorti á hreinu neysluvatni. Áhugasamir geta horf á sjónvarpsfrétt France24 frá því í gær um ástandið í Austur-Kongó og Rúanda hér að neðan. Langvarandi deilur og átök Hópurinn M23 er myndaður uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig, áður en þeir voru reknir á brot af her Kongó og sveitum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Uppreisnarmennirnir flúðu þá til Rúanda og Úganda. Árið 2022 gerðu hóparnir aftur árás á Kongó og lögðu aftur undir sig stór svæði í austurhluta landsins. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Suður-Afríka hefur sent um 2.900 hermenn til Kongó. Tveir hermenn féllu og þrír særðust þegar sprengja lenti í herstöð þeirra í gær.AP/Moses Sawasawa Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Yfirvöld í Rúanda hafa lengi verið sökuð um að styðja við M23 með vopnum og hermönnum en þau segja átökin að þessu sinni vera sök yfirvalda í Kongó og ákvörðunar þeirra um að binda enda á veru friðargæsluliða við landamæri ríkjanna, samkvæmt frétt Reuters. Þá hafa ráðamenn í Rúanda kvartað yfir ummælum embættismanna í Kongó, sem hótað hafa því að gera innrás í Rúanda. Ergju ráðamanna í Kongó má rekja til vangetu friðargæsluliða, eins og sveita frá Kenía, í að halda aftur af uppreisnarhópum. Þess vegna var endir bundinn á veru friðargæsluliða á svæðinu í desember. Í maí í fyrra samþykktu forsvarsmenn Þróunarbandalags sunnanverðrar Afríku (SADC) að senda hermenn til Kongó og hjálpa hernum þar að tryggja öryggi og kveða niður uppreisnarhópa. Hermenn frá Suður-Afríku, Malaví og Tansaníu hafa meðal annars verið sendir á svæðið. Austur-Kongó Rúanda Úganda Suður-Afríka Malaví Tansanía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Frakkland Fréttaskýringar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Talið er að fjöldi fólks hafi fallið í átökum undanfarinna vikna. Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna óttast að ný styrjöld geti brotist út og að hún gæti náð til fleiri ríkja en Austur-Kongó og Rúanda. Varað var við því á fundi öryggisráðsins í gær að Austur-Kongó og Rúanda væru á barmi nýjar styrjaldar. Erindreki Bandaríkjanna sagði gífurlega mikilvægt að hefja viðræður sem fyrst. Bandaríkjamenn höfðu á mánudaginn kallað eftir því að hermenn Rúanda færu úr austurhluta Kongó og tækju loftvarnarkerfi sín með sér. Ráðamenn í Frakklandi hafa slegið á svipaða strengi og kallað eftir því að Rúanda láti af stuðningi við M23 og flytji hermenn sína á brot frá landsvæði Austur-Kongó. Þessari kröfu var hafnað. Utanríkisráðuneyti Rúanda sagði hermennina vera að verja landsvæði Rúanda í ljósi mikillar hernaðaruppbyggingar Kongó-megin við landamærin. Uppreisnarmenn M23 eru sagðir betur vopnum búnir og agaðri en meðlimir hers Austur-Kongó. Þeir njóta stuðnings hers Rúanda.AP/Moses Sawasawa Óttast að fleiri ríki dragist inn í átökin Erindreki Sameinuðu þjóðanna varaði við því að fundi öryggisráðsins í gær að hætt væri við því að allsherjar stríð myndi blossa upp á svæðinu og að önnur ríki Afríku gætu hæglega dregist inn í átökin. Mikilvægt sé að reyna að binda enda á átökin í Norður Kivu-héraði í Austur-Kongó. Héraðið liggur við Rúanda. Á vef Sameinuðu þjóðanna segir að ástandið í Austur-Kongó sé ein flóknasta og mest langvarandi krísa í heiminum. Það hafi staðið yfir í um þrjá áratugi. Frá því friðargæsluliðarnir hurfu á brott í desember hafa átökin harðnað verulega og hafa meðlimir M23 sótt fram á nokkrum stöðum. Því hefur mikill fjöldi fólks flúið undan átökunum. Talið er að rúmlega fjögur hundruð þúsund manns hafi flúið til Goma, höfuðborgar Norður Kivu-héraðs á undanförnum vikum. Kólerutilfellum hefur fjölgað verulega í kjölfarið, samhliða skorti á hreinu neysluvatni. Áhugasamir geta horf á sjónvarpsfrétt France24 frá því í gær um ástandið í Austur-Kongó og Rúanda hér að neðan. Langvarandi deilur og átök Hópurinn M23 er myndaður uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig, áður en þeir voru reknir á brot af her Kongó og sveitum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Uppreisnarmennirnir flúðu þá til Rúanda og Úganda. Árið 2022 gerðu hóparnir aftur árás á Kongó og lögðu aftur undir sig stór svæði í austurhluta landsins. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Suður-Afríka hefur sent um 2.900 hermenn til Kongó. Tveir hermenn féllu og þrír særðust þegar sprengja lenti í herstöð þeirra í gær.AP/Moses Sawasawa Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Yfirvöld í Rúanda hafa lengi verið sökuð um að styðja við M23 með vopnum og hermönnum en þau segja átökin að þessu sinni vera sök yfirvalda í Kongó og ákvörðunar þeirra um að binda enda á veru friðargæsluliða við landamæri ríkjanna, samkvæmt frétt Reuters. Þá hafa ráðamenn í Rúanda kvartað yfir ummælum embættismanna í Kongó, sem hótað hafa því að gera innrás í Rúanda. Ergju ráðamanna í Kongó má rekja til vangetu friðargæsluliða, eins og sveita frá Kenía, í að halda aftur af uppreisnarhópum. Þess vegna var endir bundinn á veru friðargæsluliða á svæðinu í desember. Í maí í fyrra samþykktu forsvarsmenn Þróunarbandalags sunnanverðrar Afríku (SADC) að senda hermenn til Kongó og hjálpa hernum þar að tryggja öryggi og kveða niður uppreisnarhópa. Hermenn frá Suður-Afríku, Malaví og Tansaníu hafa meðal annars verið sendir á svæðið.
Austur-Kongó Rúanda Úganda Suður-Afríka Malaví Tansanía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Frakkland Fréttaskýringar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira