Sport

Hamar og Þróttur mætast í úr­slitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hamarsmenn eiga titil að verja og freista þess að vinna fjórða bikarmeistaratitilinn í röð.
Hamarsmenn eiga titil að verja og freista þess að vinna fjórða bikarmeistaratitilinn í röð. Vísir/ Mummi Lú

Hamar og Þróttur Fjarðabyggð mætast í úrslitum bikarkepnninar í blaki karla. Hamar hafði betur gegn KA í undanúrslitum í kvöld og Þróttur lagði Stálúlf.

Hamarsmenn hafa orðið bikarmeistarar seinustu þrjú ár í röð og freista þess nú að bæta fjórða tiltinum í röð við. Liðið vann fyrstu hrinu gegn KA í kvöld 25-19.

Önnur hrina var svo æsispennandi þar sem Hamarsmenn höfðu að lokum betur 28-26 í sannkallaðri maraþonhrinu áður en KA-menn minnkuðu muninn í 2-1 með 25-22 sigri í þriðju hrinu. Norðanmenn unnu svo fjórðu hrinuna 25-19 og knúðu þannig fram oddahrinu.

Þar reyndust Hamarsmenn að lokum sterkari og unnu 15-10. Sætið í úrslitum var því bókað og möguleikinn á fjórða bikarmeistaratitlinum í röð enn á lífi.

Í viðureign Þróttar og Stálúlfs var ekki minna um spennu, en Þróttur vann fyrstu hrinuna nokkuð örugglega, 25-16. Stálúlfur snéri taflinu hins vegar við í annarri hrinu og vann 25-16 áður en Þróttur tók forystuna á ný með því að sigra þriðju hrinuna 27-25.

Stálúlfur gafst þó ekki upp og knúði frm oddahrinu með 25-21 sigri í fjórðu hrinu, en þar reyndust Þróttarar sterkari og tryggðu þeir sér sæti í úsrslitum með 15-13 sigri.

Þróttur Fjarðabyggð og Hamar mætast því í úrslitum bikarkeppninnar, en úrslitaleikurinn fer fram í Digranesi á morgun klukkan 15:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×