Sport

Lést fjórum mánuðum eftir að hafa sett heims­met

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kelvin Kiptum sló heimsmetið í maraþonhlaupi síðasta haust.
Kelvin Kiptum sló heimsmetið í maraþonhlaupi síðasta haust. getty/Michael Reaves

Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi í gær. Hann var 24 ára.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði.

Þjálfari Kiptums, Gervais Hakizimana, lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala.

Kiptum vann Lundúnamaraþonið í apríl á síðasta ári og setti sló svo heimsmet Eliuds Kipchoge í greininni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur.

Kiptum stefndi á að verða fyrstur til að hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum, í Rotterdam í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×