Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Árni Sæberg skrifar 9. febrúar 2024 16:56 Rifflarnir tveir hægra megin voru lagðir fyrir dóminn í dag. Sá lengra til hægri er sagður hálfsjálfvirkur. Vísir/Vilhelm Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. Þrír rifflar sem fundust heima hjá Sindra Snæ Birgissyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota, hafa leikið stórt hlutverk í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins síðustu tvo daga. Annars vegar hefur verið bitist um hver eigi rifflana og hins vegar hvers eðlis þeir eru. Ákæruvaldið byggir á því að Sindri Snær hafi verið raunverulegur eigandi rifflanna og tveir þeirra sé svokallaðir árásarrifflar. Sindri Snær og allir í hans herbúðum hafa aftur á móti sagt að faðir hans, Birgir Ragnar Baldursson, sé eigandi rifflanna. Þá hóf Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, aðalmeðferðina á að benda Karli Inga Vilbergssyni, sækjanda í málinu, á það að „mistök“ hafi verið gerð við samningu ákærunnar. Þar væru tveir rifflar kallaðir árásarrifflar en þeir væru hlutrænt séð ekki slík vopn. Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Bannað að mynda rifflana Fyrir dóminn var kallaður Ágúst Bjarki Magnússon, tæknifræðingur sem rannsakaði rifflana, og rifflarnir voru lagðir fram í dómsal. Viðstaddir blaðamenn og ljósmyndarar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar tveir lögreglumenn læddu rifflunum inn bakdyramegin á meðan dómarar voru inni í dómsal. Ljósmyndataka er nefnilega stranglega bönnuð á meðan dómarar eru inni í dómsal. Ágúst sagði að við rannsókn á AR-15 rifflinum hafi komið í ljós að gat hafði verið borað í hlaup riffilsins og gasröri komið fyrir í honum. Það geri það að verkum að riffillinn verði hálfsjálfvirkur. Þannig þurfi ekki að hlaða hann handvirkt á milli skota heldur eingöngu taka í gikkinn. Sindri sé „gormur“ Þetta sagði hann vera tiltölulega einfalda aðgerð fyrir mann sem væri sæmilega flinkur í höndunum. Sindri Snær lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði frá barnæsku haft mikinn áhuga á alls konar fikti með vélar og annað slíkt. Hann hafi til að mynda byrjað að taka fjarstýrða bíla í sundur þegar hann var fjögurra ára gamall. Þá sagði faðir hans í morgun að hann væri „gormur“, hugsaði út fyrir boxið og væri sniðugur strákur. Sindri Snær og faðir hans fóru fyrir dómi ekki í neinar grafgötur með það að Sindri Snær hefði borað gat á riffilinn og gert hann hálfsjálfvirkan. Hann hefði aftur á móti breytt honum aftur til baka í einskotariffil eftir að hafa notað hann einu sinni á skotsvæði í Höfnum. Sérfræðingurinn Ágúst Bjarki sagði hins vegar að riffillinn sem lá frammi í dómsal hafi enn verið hálfsjálfvirkur þegar hann rannsakaði gripinn. Sækjandi spurði hversu mörgum skotum mætti skjóta úr rifflinum á tíu sekúndum. Heilu „magasíni“ eða þrjátíu skotum, sagði sérfræðingurinn. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Þrír rifflar sem fundust heima hjá Sindra Snæ Birgissyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota, hafa leikið stórt hlutverk í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins síðustu tvo daga. Annars vegar hefur verið bitist um hver eigi rifflana og hins vegar hvers eðlis þeir eru. Ákæruvaldið byggir á því að Sindri Snær hafi verið raunverulegur eigandi rifflanna og tveir þeirra sé svokallaðir árásarrifflar. Sindri Snær og allir í hans herbúðum hafa aftur á móti sagt að faðir hans, Birgir Ragnar Baldursson, sé eigandi rifflanna. Þá hóf Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, aðalmeðferðina á að benda Karli Inga Vilbergssyni, sækjanda í málinu, á það að „mistök“ hafi verið gerð við samningu ákærunnar. Þar væru tveir rifflar kallaðir árásarrifflar en þeir væru hlutrænt séð ekki slík vopn. Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Bannað að mynda rifflana Fyrir dóminn var kallaður Ágúst Bjarki Magnússon, tæknifræðingur sem rannsakaði rifflana, og rifflarnir voru lagðir fram í dómsal. Viðstaddir blaðamenn og ljósmyndarar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar tveir lögreglumenn læddu rifflunum inn bakdyramegin á meðan dómarar voru inni í dómsal. Ljósmyndataka er nefnilega stranglega bönnuð á meðan dómarar eru inni í dómsal. Ágúst sagði að við rannsókn á AR-15 rifflinum hafi komið í ljós að gat hafði verið borað í hlaup riffilsins og gasröri komið fyrir í honum. Það geri það að verkum að riffillinn verði hálfsjálfvirkur. Þannig þurfi ekki að hlaða hann handvirkt á milli skota heldur eingöngu taka í gikkinn. Sindri sé „gormur“ Þetta sagði hann vera tiltölulega einfalda aðgerð fyrir mann sem væri sæmilega flinkur í höndunum. Sindri Snær lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði frá barnæsku haft mikinn áhuga á alls konar fikti með vélar og annað slíkt. Hann hafi til að mynda byrjað að taka fjarstýrða bíla í sundur þegar hann var fjögurra ára gamall. Þá sagði faðir hans í morgun að hann væri „gormur“, hugsaði út fyrir boxið og væri sniðugur strákur. Sindri Snær og faðir hans fóru fyrir dómi ekki í neinar grafgötur með það að Sindri Snær hefði borað gat á riffilinn og gert hann hálfsjálfvirkan. Hann hefði aftur á móti breytt honum aftur til baka í einskotariffil eftir að hafa notað hann einu sinni á skotsvæði í Höfnum. Sérfræðingurinn Ágúst Bjarki sagði hins vegar að riffillinn sem lá frammi í dómsal hafi enn verið hálfsjálfvirkur þegar hann rannsakaði gripinn. Sækjandi spurði hversu mörgum skotum mætti skjóta úr rifflinum á tíu sekúndum. Heilu „magasíni“ eða þrjátíu skotum, sagði sérfræðingurinn.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?