„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 8. febrúar 2024 20:16 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
„Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira