„Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 15:30 Dak Prescott stýrir sóknarleik Dallas Cowboys liðsins og gerði það frábærlega stærsta hluta tímabilsins en þegar á reyndi þá gekk ekkert upp. Getty/Richard Rodriguez Það kom einum sérfræðingi Lokasóknarinnar ekkert á óvart að ekkert yrði úr tímabilinu hjá Kúrekunum frá Dallas. Dallas Cowboys liðið leit rosalega vel út á tímabili en leiktímabil liðsins endaði snemma eins og svo oft áður. Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið NFL Lokasóknin Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira
Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið
NFL Lokasóknin Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira