Sara Sigmunds orðin fjárfestir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 09:32 Sara Sigmundsdóttir hefur trú á því að nýja smáforrtið geti hjálpað fólki við að skipuleggja réttar æfingar. @sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir tilkynnti í gær um aðeins öðruvísi styrktarsamning en vanalega. Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt) CrossFit Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Sjá meira
Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt)
CrossFit Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Sjá meira