Sara Sigmunds orðin fjárfestir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 09:32 Sara Sigmundsdóttir hefur trú á því að nýja smáforrtið geti hjálpað fólki við að skipuleggja réttar æfingar. @sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir tilkynnti í gær um aðeins öðruvísi styrktarsamning en vanalega. Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt) CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt)
CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira