Lífið samstarf

Ertu að fara að ferma?

Elira
Tímarnir í fermingarförðun fara hratt hjá Elira og því um að gera að bóka tímanlega.
Tímarnir í fermingarförðun fara hratt hjá Elira og því um að gera að bóka tímanlega.

Við hjá Eliru Beauty bjóðum upp á fermingarförðun fyrir fermingarbarnið. Hvort sem er fyrir stóra daginn og/eða fyrir fermingarmyndatökuna.

Fermingarbarnið kemur og fær létta förðun og aðstoð hvernig best er að bera sig að þegar byrjað er að hugsa um húðina og farða sig. Þjónustan tekur um 30 mínútur og fer fram í nýjum húsakynnum Eliru að Hallgerðargötu 19-23.

Vertu tímanlega

Hægt er að panta þjónustuna í gegnum noona.is/elira en ef það þarf að komast að fyrr um daginn er best að senda okkur tölvupóst á elira@elira.is og við finnum saman tíma sem hentar. Tímarnir fara hratt og því um að gera að bóka tímanlega.

Ný verslun og aukin þjónusta

Elira Beauty er að vinna í því að koma sér fyrir á nýjum stað að Hallgerðargötu 19-23 og tekur vel á móti ykkur um miðjan febrúar. Við þessar breytingar aukum við til muna þjónustu okkar og bjóðum upp á aukið úrval af snyrtimeðferðum, fleiri pláss á förðunarnámskeið og ýmsar aðrar þjónustur.

Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta mikilvæg

Ásamt því að bjóða upp á farðanir fyrir öll tilefni þá selur verslunin hágæða snyrtivörur frá RMS Beauty, Augustinus Bader, Dr. Barbara Sturm, Nimya og Sweed Beauty svo eitthvað sé nefnt.

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Elira.

Snyrtivöruverslunin leggur áherslu á ráðgjöf og góða þjónustu.

„Úrvalið af húð- og snyrtivörum er mikið í dag og aðgengi að allskonar upplýsingum er ótæmandi. Því er mikilvægt að geta fengið faglega ráðgjöf um innihald og rétta notkun húð- og förðunarvara. Hér í Eliru vinna eingöngu lærðir snyrtifræðingar og förðunarfræðingar og við bjóðum einungis upp á hágæða snyrtivörur og förðunarvörur ásamt persónulegri þjónustu,“ segir Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Elira.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrra og einstakri verslun að Hallgerðargötu en þangað til er hægt að versla allar sínar uppáhaldsvörur inni á elira.is og nú á einstökum janúarafslætti.

Nánar á elira.is.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×