Sport

Sló annað heims­metið á tí­ræðis­aldri

Valur Páll Eiríksson skrifar
Emma Maria Mazzenga hóf íþróttaferilinn 53 ára gömul og hefur slegið tvö heimsmet.
Emma Maria Mazzenga hóf íþróttaferilinn 53 ára gömul og hefur slegið tvö heimsmet. Mynd

Níræð kona setti heimsmet í 200 metra hlaupi 90 ára og eldri á dögunum. Það gerði hún skömmu eftir að hafa jafnað sig á bringubeinsbroti.

Hin ítalska Emma Maria Mazzenga, fyrrum efnafræðiprófessor sem komin er á eftirlaun, hljóp 200 metra á Meistaramóti Evrópu innanhúss sem fram fór á Ítalíu á dögunum. Hún hljóp metrana 200 á 54 komma 47 sekúndum og stórbætti fyrra met um tæpar sex sekúndur.

Metið átti hin kanadíska Olga Koteko sem hljóp 200 metra á 60,72 sekúndum árið 2010.

Það sem gerir afrek Mazzenga en merkilegra er að hún hafði aðeins æft í tæpan mánuð fram á móti eftir að hafa eytt síðustu fjórum mánuðum þar á undan i að jafna sig á brotnu bringubeini.

Mazzenga hefur hlaupið frá því á háskólaárum sínum en keppnisferillinn hófst ekki fyrr en hún var 53 ára gömul. Hún hefur raðað inn titlum og þetta er annað heimsmetið sem hún slær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×