Sport

Dag­skráin í dag: Albert og fé­lagar mæta Torino

Dagur Lárusson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa verða í eldlínunni.
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa verða í eldlínunni. Getty/Simone Arveda

Íþróttirnar halda áfram að rúlla á þessum ljómandi fína laugardegi og það ættu allir að finna eitthvað fyrir sig á sportrásum Stöðvar 2.

Vodafone Sport

Fyrsta útsending dagsins verður klukkan 12:25 þegar leikur Coventry og Leicester hefst í ensku 1.deildinni en um leið og honum líkir verður leikir WBA og Blackburn sýndur klukkan 14:55. Það verður síðan viðureign Ipswich og Sunderland sem hefst klukkan 17:25.

Eftir að enska 1.deildin hefur lokið sér af verður það Afríkukeppnin sem tekur við klukkan 19:55 með viðureign Gíneu og Bissaú. Eftir þann leik verður viðureign Panthers og Devils í NHL deildinni sem klárar dagskránna.

Stöð 2 Sport 2

Fyrst verður það viðureign Genoa og Torino þar sem Albert Guðmundsson verður í eldlínunni klukkan 13:50. Um kvöldið tekur síðan NFL við. Klukkan 21:30 verður það Texans og Browns sem mætast áður en Chiefs og Dolphins mætast klukkan 01:00.

Stöð 2 Sport 3

Hellast Verona og Empoli mætast klukkan 16:50 í Serie A áður en Monza og Inter mætast klukkan 19:35. Síðasta útsendingin verður síðan NBA þar sem Bucks og Warriors mætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×