Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 23:00 Sigmundur Davíð segir breytinguna fela í sér að gera líf Íslendingar flóknara. Vísir/Vilhelm Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við. Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við.
Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira