„Besti úrslitaleikurinn sem við gátum fengið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2024 12:31 Úrslitaleikur nafnanna Lukes Littler og Humphries hefst klukkan 20:15. vísir/getty Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Pílusérfræðingur spáir því að reynsla Humphries muni vega þungt í úrslitaleiknum. Littler hefur slegið eftirminnilega í gegn á HM en þessi sextán ára Englendingur hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og einungis tapað sex settum á því öllu. Þrátt fyrir að pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson hafi haft trú á Littler fyrir HM og spáð honum góðu gengi á mótinu átti hann ekki von á því að strákurinn færi svona langt. „Alls ekki. Mig grunaði aldrei að hann færi alla leið í úrslitaleikinn. Hann var náttúrulega mjög heppinn að bæði Peter Wright og James Wade duttu út og þar fóru tveir svakalegar bitar úr hans vegi. En að hann færi alla leið í úrslitin, ég held að enginn hafi séð það fyrir. Í besta falli sá ég hann fara í átta manna úrslit,“ sagði Guðni í samtali við Vísi. „Hann er búinn að vera svo ofboðslega góður og stöðugur. Hann hafði mest tapað einu setti í leik þar til hann tapaði tveimur settum gegn Rob Cross í gær. Og Cross henti öllu sem hann gat í Littler en hann svaraði öllu. Cross var með 103 í meðaltal en tapaði 6-2. Þetta er lygilegt. Maður hefur ekki séð svona áður, ekki einu sinni þegar Michael van Gerwen kom fram. Og staðallinn er miklu hærri en þá.“ Leið Lukes Littler í úrslitaleikinn 1. umferð: Christian Kist 0-3 Luke Littler 2. umferð: Andrew Gilding 1-3 Luke Littler 3. umferð: Matt Campbell 1-4 Luke Littler 4. umferð: Raymond van Barneweld 1-4 Luke Littler Átta manna úrslit: Luke Littler 5-1 Brendan Dolan Undanúrslit: Rob Cross 2-6 Luke Littler Humphries hefur eins og aðrir keppendur á HM fallið í skuggann á Littler. Hann hefur farið torfærari leið í úrslitin en spilaði stórvel gegn Scott Williams í undanúrslitunum í gær. Humphries vann leikinn, 6-0, og var með 108,74 í meðaltal sem er það hæsta sem nokkur keppandi hefur verið með á HM. „Humphries kom á fljúgandi siglingu inn mótið eftir að hafa unnið síðustu þrjá risatitlana fyrir það. Hann vann fyrsta leikinn nokkuð þægilega, 3-0, en bauð ekki upp á neina flugeldasýningu. Svo lenti hann í veseni gegn Þjóðverjanum Pikachu [Ricardo Pietreczko] og var með alla höllina á bakinu. Hún var stútfull af Þjóðverjum. Ég er enn að reyna að átta mig á hvernig hann komst í gegnum þann leik því hann lenti 3-1 undir. Hann fór í gegnum annan hörkuleik gegn Joe Cullen þar sem þeir klúðruðu sigurpílu eftir sigurpílu,“ sagði Guðni. „En hvernig hann komst í gegnum þann leik og leikinn gegn Pikachu sýndi hann að hann er að fara að vinna þetta mót í kvöld. Ég sjálfur held með Littler en held að eins og Humphries spilaði gegn Dave Chisnall og Williams í gær geti hann unnið Littler. Allir geta unnið alla þarna en eins og þeir hafa báðir spilað er þetta besti úrslitaleikurinn sem við gátum fengið.“ Leið Lukes Humphries í úrslitaleikinn 2. umferð: Luke Humphries 3-0 Lee Evans 3. umferð: Luke Humphries 4-3 Richard Pietreczko 4. umferð: Luke Humphries 4-3 Joe Cullen Átta mann úrslit: Luke Humphries 5-1 Dave Chisnall Undanúrslit: Scott Williams 0-6 Luke Humphries Guðni á von á góðum úrslitaleik í kvöld og spáir mikilli spennu. „Þeir verða báðir með yfir hundrað í meðaltal. Við fáum 170 útskot, fullt af 180 og ég spái því að við fáum níu pílna leik í kvöld eins og við fengum í úrslitaleiknum í fyrra. Þetta verður bara sýning,“ sagði Guðni. „Ég hallast frekar að sigri Humphries en Littler er búinn að sýna og sanna að hann getur unnið alla. Ég held að leikurinn fari 7-6 og fari alla leið. Ég held að reynslan vinni þennan leik en Littler er bara rétt að byrja. Fyrir mót sagði ég fólki að fylgjast með honum og sagði að hann gæti tekið yfir píluna og ég held að hann sé byrjaður á því. Framtíðin er hans.“ Úrslitaleikurinn á HM hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 19:55. Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira
Littler hefur slegið eftirminnilega í gegn á HM en þessi sextán ára Englendingur hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og einungis tapað sex settum á því öllu. Þrátt fyrir að pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson hafi haft trú á Littler fyrir HM og spáð honum góðu gengi á mótinu átti hann ekki von á því að strákurinn færi svona langt. „Alls ekki. Mig grunaði aldrei að hann færi alla leið í úrslitaleikinn. Hann var náttúrulega mjög heppinn að bæði Peter Wright og James Wade duttu út og þar fóru tveir svakalegar bitar úr hans vegi. En að hann færi alla leið í úrslitin, ég held að enginn hafi séð það fyrir. Í besta falli sá ég hann fara í átta manna úrslit,“ sagði Guðni í samtali við Vísi. „Hann er búinn að vera svo ofboðslega góður og stöðugur. Hann hafði mest tapað einu setti í leik þar til hann tapaði tveimur settum gegn Rob Cross í gær. Og Cross henti öllu sem hann gat í Littler en hann svaraði öllu. Cross var með 103 í meðaltal en tapaði 6-2. Þetta er lygilegt. Maður hefur ekki séð svona áður, ekki einu sinni þegar Michael van Gerwen kom fram. Og staðallinn er miklu hærri en þá.“ Leið Lukes Littler í úrslitaleikinn 1. umferð: Christian Kist 0-3 Luke Littler 2. umferð: Andrew Gilding 1-3 Luke Littler 3. umferð: Matt Campbell 1-4 Luke Littler 4. umferð: Raymond van Barneweld 1-4 Luke Littler Átta manna úrslit: Luke Littler 5-1 Brendan Dolan Undanúrslit: Rob Cross 2-6 Luke Littler Humphries hefur eins og aðrir keppendur á HM fallið í skuggann á Littler. Hann hefur farið torfærari leið í úrslitin en spilaði stórvel gegn Scott Williams í undanúrslitunum í gær. Humphries vann leikinn, 6-0, og var með 108,74 í meðaltal sem er það hæsta sem nokkur keppandi hefur verið með á HM. „Humphries kom á fljúgandi siglingu inn mótið eftir að hafa unnið síðustu þrjá risatitlana fyrir það. Hann vann fyrsta leikinn nokkuð þægilega, 3-0, en bauð ekki upp á neina flugeldasýningu. Svo lenti hann í veseni gegn Þjóðverjanum Pikachu [Ricardo Pietreczko] og var með alla höllina á bakinu. Hún var stútfull af Þjóðverjum. Ég er enn að reyna að átta mig á hvernig hann komst í gegnum þann leik því hann lenti 3-1 undir. Hann fór í gegnum annan hörkuleik gegn Joe Cullen þar sem þeir klúðruðu sigurpílu eftir sigurpílu,“ sagði Guðni. „En hvernig hann komst í gegnum þann leik og leikinn gegn Pikachu sýndi hann að hann er að fara að vinna þetta mót í kvöld. Ég sjálfur held með Littler en held að eins og Humphries spilaði gegn Dave Chisnall og Williams í gær geti hann unnið Littler. Allir geta unnið alla þarna en eins og þeir hafa báðir spilað er þetta besti úrslitaleikurinn sem við gátum fengið.“ Leið Lukes Humphries í úrslitaleikinn 2. umferð: Luke Humphries 3-0 Lee Evans 3. umferð: Luke Humphries 4-3 Richard Pietreczko 4. umferð: Luke Humphries 4-3 Joe Cullen Átta mann úrslit: Luke Humphries 5-1 Dave Chisnall Undanúrslit: Scott Williams 0-6 Luke Humphries Guðni á von á góðum úrslitaleik í kvöld og spáir mikilli spennu. „Þeir verða báðir með yfir hundrað í meðaltal. Við fáum 170 útskot, fullt af 180 og ég spái því að við fáum níu pílna leik í kvöld eins og við fengum í úrslitaleiknum í fyrra. Þetta verður bara sýning,“ sagði Guðni. „Ég hallast frekar að sigri Humphries en Littler er búinn að sýna og sanna að hann getur unnið alla. Ég held að leikurinn fari 7-6 og fari alla leið. Ég held að reynslan vinni þennan leik en Littler er bara rétt að byrja. Fyrir mót sagði ég fólki að fylgjast með honum og sagði að hann gæti tekið yfir píluna og ég held að hann sé byrjaður á því. Framtíðin er hans.“ Úrslitaleikurinn á HM hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 19:55.
1. umferð: Christian Kist 0-3 Luke Littler 2. umferð: Andrew Gilding 1-3 Luke Littler 3. umferð: Matt Campbell 1-4 Luke Littler 4. umferð: Raymond van Barneweld 1-4 Luke Littler Átta manna úrslit: Luke Littler 5-1 Brendan Dolan Undanúrslit: Rob Cross 2-6 Luke Littler
2. umferð: Luke Humphries 3-0 Lee Evans 3. umferð: Luke Humphries 4-3 Richard Pietreczko 4. umferð: Luke Humphries 4-3 Joe Cullen Átta mann úrslit: Luke Humphries 5-1 Dave Chisnall Undanúrslit: Scott Williams 0-6 Luke Humphries
Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn