Humphries heimsmeistari árið 2024 Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2024 19:32 Luke Humphries með bikarinn hátt á lofti. Vísir/Getty Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Pílukast Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira