Sport

Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur á­fram“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luke Littler of England smellir kossi á kærustu sína eftir að hafa unnið Brendan Dolan á HM í pílukasti í gær.
Luke Littler of England smellir kossi á kærustu sína eftir að hafa unnið Brendan Dolan á HM í pílukasti í gær. ap/Kin Cheung

Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum.

Littler sigraði Brendan Dolan örugglega, 5-1, í átta manna úrslitum á HM í gær. Hann mætir Rob Cross í undanúrslitum í dag.

Fjölmiðlar hafa eðlilega sýnt Littler mikinn áhuga og fjallað af miklum móð um strákinn sem hefur slegið svo eftirminnilega í gegn á HM.

Eftir sigurinn á Dolan sást Littler fagna með kærustu sinni, hinni 21 árs Eloise sem er einnig liðtækur pílukastari. 

Littler birti fyndna mynd af þeim á Instagram. Kærastan endurbirti hana með orðunum: „Draumurinn heldur áfram. Ótrúlega stolt af þér!“

Flippmynd af Luke Littler og kærustu hans.

Með því að komast í undanúrslit HM er Littler búinn að tryggja sér hundrað þúsund pund í verðlaunafé. Það jafngildir 17,4 milljónum króna. Ef hann vinnur Cross í kvöld er hann öruggur með tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé (34,8 milljónir króna) og ef hann verður heimsmeistari fær hann hálfa milljón punda (87 milljónir króna).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×