Átta ára undrabarn sem fékk ekki að horfa á YouTube Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 07:31 Roman Shogdzhiev er aðeins átta ára gamall en þegar farinn að vinna stórmeistara á HM. Instagram/@roman_uralan Átta ára Rússi hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í hraðskák og tekist að vinna tvo stórmeistara á mótinu. Stolt móðir hans segist hafa viljað halda honum frá tölvuleikjum og YouTube, og að markmiðið sé að vinna Magnus Carlsen einn daginn. „Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen. Skák Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sjá meira
„Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen.
Skák Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sjá meira