Sport

Willi­ams baðst af­sökunar á um­mælum sínum um heims­styrj­aldirnar

Siggeir Ævarsson skrifar
Scott Williams lét misgáfuleg ummæli falla eftir sigur sinn
Scott Williams lét misgáfuleg ummæli falla eftir sigur sinn Vísir/Getty

Heimamaðurinn Scott Williams vann magnaðan sigur á Þjóðverjanum Martin Schindler í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í dag en ummæli Williams eftir viðureignina vöktu þó ekki síður athygli.

Viðureignin endaði í oddaleik þar sem Willams hafði í raun verið að elta allan tímann en fór að lokum með magnaðan sigur af hólmi. Sigurreifur í viðtali eftir leikinn sagði Williams:

„Áhorfendurnir! Ég hef aldrei haft slíkan stuðning áhorfenda. Við höfum unnið tvær heimsstyrjaldir og einn heimsmeistaratitil en þýsku áhorfendurnir hér voru magnaðir. Ég heyrði bara í þeim.“

Þessi ummæli fóru öfugt ofan í marga og Emma Paton, sem lýsti leiknum á Sky, baðst strax afsökunar á þeim. 

Williams fór sjálfur á Twitter eftir leikinn þar sem hann baðst afsökunar og viðurkenndi að ummælin hefði verið heimskuleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×