Skella í lás á Húsavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 14:06 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist svekkt að þurfa að loka starfsstöðinni á Húsavík. Vísir/Egill Tekin hefur verið ákvörðun um að loka starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og hefur tveimur starfsmönnum verið sagt upp. Starfsstöðin mun loka dyrum sínum um áramót. Forstjóri segir fjárlaganefnd ekki hafa veitt styrk til verkefnisins og því hafi þurft að loka. Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“ Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“
Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira