Sport

Heiðursstúkan hefur göngu sína á ný næsta mið­viku­dag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Keppendur fyrsta þáttar Heiðursstúkunnar sem sýndur verður næsta miðvikudag.  Aron viðurkenndi hræðslu sína við að tapa enn eitt skiptið fyrir Birni.
Keppendur fyrsta þáttar Heiðursstúkunnar sem sýndur verður næsta miðvikudag. Aron viðurkenndi hræðslu sína við að tapa enn eitt skiptið fyrir Birni.

Heiðursstúkan naut mikilla vinsælda á Vísi á síðasta ári og snýr nú aftur með nýja þáttaröð sem hefst næsta miðvikudag. Þættirnir verða alls tíu talsins, fimm fyrir áramót og aðrir fimm eftir áramót. 

Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem verða í sýningu á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum og fær til sín nafntogaða einstaklinga víðsvegar að úr íþróttaheiminum. 

Aron Jóhannsson og Birnir Snær Ingason verða keppendur í fyrsta þætti þar sem Besta deildin verður viðfangsefnið.

Klippa: Heiðursstúkan - Stikla

Stiklu fyrir nýjustu þáttaröðina má sjá í spilaranum hér að ofan. 

Fyrstu seríu af Heiðursstúkunni má finna með því að smella hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×