Menning

Sin­fóníu­hljóm­sveit Suður­lands í Þykkva­bæ

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Stjórnandi sveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Stjórnandi sveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. Aðsend

Það verður líf og fjör í íþróttahúsinu í Þykkvabæ laugardaginn 9. desember klukkan 16:00 þegar Sinfóníuhljómsveit Suðurlands verður þar með stórtónleika undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.

Einsöngvarar verða Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Gissur Páll Gissurarson tenór og svo er rúmlega 70 manna og kvenna jólakór, skipaður söngfólki úr 7 kirkjukórum Rangæinga. Alls verða þetta 117 flytjendur.

Gissur Páll á æfingu með hljómsveitinni fyrir tónleikana á laugardaginn. Miðar eru seldir á tix.isAðsend

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands er klassísk hljómsveit skipuð sunnlenskum atvinnuhjóðfæraleikurum. 

Hér má sjá hverjir koma fram á tónleikunum 9. desember klukkan 16:00. Kvenfélagið í Þykkvabæ verður með veitingasölu á tónleikunum.Aðsend

Fleiri fréttir

Sjá meira


×