Lífið samstarf

Smá­köku­deigin sprengja alla skala

Katla
Eitt Sett og Pipp smákökudeigin frá Kötlu, sem framleidd eru í samstarfi við Nóa Síríus, hafa svo sannarlega slegið í gegn.
Eitt Sett og Pipp smákökudeigin frá Kötlu, sem framleidd eru í samstarfi við Nóa Síríus, hafa svo sannarlega slegið í gegn.

Það virðist vera sem hátíðlegur smákökuilmur muni verða ríkjandi á mörgum heimilum fyrir þessi jólin ef marka má viðtökurnar sem Eitt Sett og Pipp smákökudeigin frá Kötlu, sem framleidd eru í samstarfi við Nóa Síríus, hafa hlotið en deigin hafa svo sannarlega slegið í gegn.

„Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og deigin hafa staldrað stutt við í verslunum. Fólk var greinilega spennt að prófa þessa nýjung þegar hún kom á markað og svo virðist sem bragðið veki lukku því það sem við dreifum í verslanir klárast jafnóðum,“ segir Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu. „Við erum mjög þakklát fyrir viðtökurnar og þetta vel heppnaða samstarf við Nóa Síríus. Það er gaman að gera fólki kleift að njóta þessara dásamlegu kræsinga með lágmarksfyrirhöfn,“ bætir Rannveig við og segir sitt fólk vera á fullu í framleiðslunni til að öll sem vilja fái nú að bragða á Eitt Sett og Pipp smákökunum fyrir og yfir hátíðirnar.

Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu, segir fólk greinilega spennt að prófa þessar bragðgóðu nýjungar.

Eins og áður segir eru nýju smákökudeigin samstarfsverkefni Nóa Síríus og Kötlu. Það er auðvitað sérstakt fagnaðarefni þegar tvö rótgróin íslensk fyrirtæki taka höndum saman og þróa nýjar vörur til að gleðja bragðlauka landans. Og það getur hver sem er notið afrakstursins því það eina sem þarf að gera er einfaldlega að skera niður gómsætt deigið og baka það í ofni. Stuttu síðar má svo njóta dásamlegs bökunarilmsins áður en bragðlaukarnir taka við og njóta sem aldrei fyrr.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×