„Van Gogh-stjórinn“ tilbúinn að láta „Taívan“ af hendi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 07:01 Taívan-eyjan er við strendur Dubai, í eyjaklasa sem á að líkja eftir heimskorti, þó það sjáist líklega ekki á þessari mynd. Þess má geta að Íslands-eyja er ekki í klasanum. EPA Sakborningur í umfangsmiklu dómsmáli á Ítalíu hefur boðið stjórnvöldum landsins eyju sem hann á við strönd Dubai, stærstu borgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það gerir hann í von um að fá vægari dóm. Nafn mannsins er Raffaele Imperiale og hann er grunaður um að hafa staðið í innflutningi á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni frá Perú, en því er haldið fram að starfsemi hans hafi verið ein sú umfangsmesta í heimi. The Guardian fjallar um málið, en Raffaele er sagður eiga yfir höfði sér tæplega fimmtán ára dóm. Réttarhöld í máli hans og tuttugu annara standa nú yfir í Napólí-borg. Raffaele er sagður hafa verið samstarfsfús yfirvöldum. Til að mynda gaf hann lögreglu tvö málverk, eftir hollenska listmálarann Vincent Van Gogh, árið 2016. Hann hafði haft þau til sýnis á heimili sínu í Dubai, en nú er þau komin á vegg Van Gogh-safnsins í Amsterdam. Um er að ræða málverkin Congregation Leaving the Reformed Church in Nuene frá 1884 og View of the Sea at Scheveningen frá 1882. Málverkunum hafði verið stolið úr listasafni í Amsterdam árið 2002. Fyrir vikið hlaut Raffaele viðurnefnið „Van Gogh-stjórinn“. Ekki nóg með það heldur býður hann nú yfirvöldum eyju, líkt og áður segir. Um er að ræða eyju sem er í manngerðum eyjaklasa við strendur Dubai. Eyjaklasinn heitir Heimurinn, en eyjunum er gert að líka eftir heimskorti. Eyja Raffaele stendur fyrir Taívan á heimskortinu, enda heitir eyjan það sama. Hún er verðmetin á níu til tólf milljarða íslenskra króna. Raffaele vonast eftir því að fá vægari dóm fyrir vikið. Saksóknari segir að nú sé boð hans til skoðunar, en ljóst sé að tilraun hans til málamiðlunar sé einlæg. Ítalía Sameinuðu arabísku furstadæmin Holland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Nafn mannsins er Raffaele Imperiale og hann er grunaður um að hafa staðið í innflutningi á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni frá Perú, en því er haldið fram að starfsemi hans hafi verið ein sú umfangsmesta í heimi. The Guardian fjallar um málið, en Raffaele er sagður eiga yfir höfði sér tæplega fimmtán ára dóm. Réttarhöld í máli hans og tuttugu annara standa nú yfir í Napólí-borg. Raffaele er sagður hafa verið samstarfsfús yfirvöldum. Til að mynda gaf hann lögreglu tvö málverk, eftir hollenska listmálarann Vincent Van Gogh, árið 2016. Hann hafði haft þau til sýnis á heimili sínu í Dubai, en nú er þau komin á vegg Van Gogh-safnsins í Amsterdam. Um er að ræða málverkin Congregation Leaving the Reformed Church in Nuene frá 1884 og View of the Sea at Scheveningen frá 1882. Málverkunum hafði verið stolið úr listasafni í Amsterdam árið 2002. Fyrir vikið hlaut Raffaele viðurnefnið „Van Gogh-stjórinn“. Ekki nóg með það heldur býður hann nú yfirvöldum eyju, líkt og áður segir. Um er að ræða eyju sem er í manngerðum eyjaklasa við strendur Dubai. Eyjaklasinn heitir Heimurinn, en eyjunum er gert að líka eftir heimskorti. Eyja Raffaele stendur fyrir Taívan á heimskortinu, enda heitir eyjan það sama. Hún er verðmetin á níu til tólf milljarða íslenskra króna. Raffaele vonast eftir því að fá vægari dóm fyrir vikið. Saksóknari segir að nú sé boð hans til skoðunar, en ljóst sé að tilraun hans til málamiðlunar sé einlæg.
Ítalía Sameinuðu arabísku furstadæmin Holland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira