Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur á Wembl­ey, Subway-deild kvenna, Loka­sóknin og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
England mætir Ítalíu í dag.
England mætir Ítalíu í dag. Vísir/Getty

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Undankeppni EM karla í knattspyrnu er enn í fullum gangi, Subway-deild kvenna í körfubolta, Lokasóknin og íshokkí.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 er leikur Fjölnis og Snæfells í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá.

Klukkan 21.15 er Körfuboltakvöld Extra á dagskrá. Þar er farið yfir skemmtilegar hliðar körfuboltans.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20.00 er Lokasóknin á sínum stað. Þar er farið yfir það helsta sem gerðist í NFL deildinni um liðna helgi.

Vodafone Sport

Klukkan 09.05 er þátturinn NHL on the fly á dagskrá. Þar er farið yfir allt það helsta í NHL deildinni í íshokkí.

Klukkan 15.50 er komið að leik Finnlands og Kasakstan í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Klukkan 18.35 er förinni heitið á Wembley þar sem England mætir Ítalíu en þjóðirnar mættust í úrslitum EM 2020.

Klukkan 23.35 svo komið að leik New York Islanders og Arizona í NHL deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×