Erlent

Tíundi hver Japani átta­tíu ára eða eldri

Atli Ísleifsson skrifar
Japanir hafa um árabil glímt við lægstu fæðingartíðni í heimi.
Japanir hafa um árabil glímt við lægstu fæðingartíðni í heimi. EPA

Í fyrsta sinn í sögunni er tíundi hver maður í Japan áttatíu ára eða eldri.

Samkvæmt nýjustu tölum frá japönskum yfirvöldum eru 29,1 prósent íbúa 65 ára eða eldri og hefur hlutfallið aldrei verið hærra, en íbúar í Japan telja nú um 125 milljónir.

Japanir hafa um árabil glímt við lægstu fæðingartíðni í heimi og átt í vandræðum með finna leiðir til að bregðast þeim margvíslegu áskorunum fylgja öldrun þjóðarinnar og auknu álagi á velferðarkerfið sökum þessa.

Forsætisráðherrann Fumio Kishida sagði í janúar síðastliðinn að japanskt samfélag væri á barmi þess að geta ekki virkað vegna hinnar sílækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóðarinnar.

Japan skipar nú efsta sætið á lista ríkja þegar kemur að hlutfalli íbúa eldri en 65 ára, eða 29,1 prósent. Ítalir skipa annað sæti listans þar sem hlutfallið er 24,5 prósent, og Finnar þriðja sætið þar sem hlutfallið er 23,6 prósent. Spár gera sömuleiðis ráð fyrir að hlutfall 65 ára og eldri komi einungis til með að hækka í Japan og verði 34,8 prósent árið 2040.

Þrátt fyrir að hlutfall 65 ára og eldri sem enn séu starfandi á vinnumarkaði sé með því hæsta sem gerist í heiminum þá hefur það litlu breytt til að draga úr útgjöldum hins opinbera í Japan til félags- og heilbrigðismála vegna hins mikla fjölda aldraðra.

Í frétt BBC kemur fram að tilraunir yfirvalda til að hækka fæðingartíðni hafi litlu skilað, en þær voru innan við 800 þúsund á síðasta ári og hafa ekki verið færri síðan í upphafi nítjándu aldar. Á sama tíma glíma Japanir við hækkandi framfærslukostnað og vinnudaga sem eru lengri en gengur og gerist í öðrum ríkjum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.