Sport

Dag­skráin í dag: Riðla­keppni Meistara­deildar Evrópu fer af stað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kylian Mbappé og félagar eru í beinni.
Kylian Mbappé og félagar eru í beinni. Vísir/Getty

Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu fer af stað með pompi og prakt í kvöld. Fjöldi leikja er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 11.55 fer leikur AC Milan og Newcastle United í Meistaradeild Evrópu U-19 ára liða af stað. 
  • Klukkan 13.55 hefst leikur París Saint-Germain og Borussia Dortmund í sömu keppni.
  • Klukkan 18.30 hefst Meistaradeildarmessan. 
  • Klukkan 21.00 – eftir leiki kvöldsins – eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

  • Klukkan 16.35 hefst útsending frá leik AC Milan og Newcastle United í Meistaradeild Evrópu.
  • Klukkan 18.50 hefst útsending frá Katalóníu þar sem leikur Barcelona og Royal Antwerp í Meistaradeild Evrópu.
  • Klukkan 21.00 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það sem gerðist í annarri leikviku NFL-deildarinnar.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 18.50 hefst útsending frá Ítalíu þar sem Lazio og Atlético Madríd mætast í Meistaradeild Evrópu.

Stöð 2 Sport 5

  • Klukkan 18.50 er leikur Shakhtar Donetsk og Porto í Meistaradeildinni á dagskrá.

Vodafone Sport

  • Klukkan 16.35 hefst leikur Young Boys og RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 er leikur PSG og Borussia Dortmund í Meistaradeildinni á dagskrá.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 19.15 er Ljósleiðaradeildin á dagskrá. Þar er keppt í tölvuleiknum CS:GO að venju.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.