Hemmi Hreiðars: Við ætlum að vinna þessa keppni Sverrir Mar Smárason skrifar 17. september 2023 19:34 Hermann á hliðarlínunni í kvöld. Visir/ Aron Brink ÍBV gerði 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum í fyrsta leik neðri-hlutans í Bestu deild karla í kvöld. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur að ná ekki í sigurinn. “Úr því sem komið var þá er engin spurning að það var svekkjandi að ná ekki að halda út. Þetta var svosem kannski bara sirka sanngjarnt,” sagði Hermann strax eftir leik. ÍBV var 1-0 undir í hálfleik en í síðari hálfleik náði liðið að komast 2-1 yfir áður en Fylkismenn jöfnuðu aftur. “Þetta voru aðallega áhersluatriði sem við breyttum í hálfleik. Við fáum besta færið í fyrri hálfleik og þeir skora eitthvað grísa mark. Mér fannst við komast í fínar stöður án þess að skora og þetta var í járnum. Mér fannst ekki alveg sanngjarnt að vera undir í hálfleiknum. Svo voru þetta áherslu breytingar og það er hugur í okkur. Við ætluðum okkur að fá eitthvað og það sást strax í seinni hálfleik þar sem við vorum mjög sterkir,” sagði þjálfari Eyjamanna. ÍBV hefur gert 2-2 jafntefli í þremur leikjum í röð og alltaf eru þeir að jafna metin undir lok leikja. Það virðist þó ansi erfitt fyrir eyjamenn að sækja sigur. “Það getur verið það en þú gefur þér alltaf fullan séns ef þú spilar svona. Menn skriðu hérna útaf nánast. Þegar þú ætlar þér eitthvað og hefur trú á því þá nærðu því á endanum,” sagði Hermann. ÍBV eru ennþá tveimur stigum á eftir Fylki í tölfunni en komu sér upp úr fallsæti í bili. “Það eru fjórir leikir eftir, við ætlum að vinna þessa keppni,” sagði Hermann að lokum. Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir 2-2 ÍBV | Allt jafnt í Árbænum Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2023 19:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Sjá meira
“Úr því sem komið var þá er engin spurning að það var svekkjandi að ná ekki að halda út. Þetta var svosem kannski bara sirka sanngjarnt,” sagði Hermann strax eftir leik. ÍBV var 1-0 undir í hálfleik en í síðari hálfleik náði liðið að komast 2-1 yfir áður en Fylkismenn jöfnuðu aftur. “Þetta voru aðallega áhersluatriði sem við breyttum í hálfleik. Við fáum besta færið í fyrri hálfleik og þeir skora eitthvað grísa mark. Mér fannst við komast í fínar stöður án þess að skora og þetta var í járnum. Mér fannst ekki alveg sanngjarnt að vera undir í hálfleiknum. Svo voru þetta áherslu breytingar og það er hugur í okkur. Við ætluðum okkur að fá eitthvað og það sást strax í seinni hálfleik þar sem við vorum mjög sterkir,” sagði þjálfari Eyjamanna. ÍBV hefur gert 2-2 jafntefli í þremur leikjum í röð og alltaf eru þeir að jafna metin undir lok leikja. Það virðist þó ansi erfitt fyrir eyjamenn að sækja sigur. “Það getur verið það en þú gefur þér alltaf fullan séns ef þú spilar svona. Menn skriðu hérna útaf nánast. Þegar þú ætlar þér eitthvað og hefur trú á því þá nærðu því á endanum,” sagði Hermann. ÍBV eru ennþá tveimur stigum á eftir Fylki í tölfunni en komu sér upp úr fallsæti í bili. “Það eru fjórir leikir eftir, við ætlum að vinna þessa keppni,” sagði Hermann að lokum.
Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir 2-2 ÍBV | Allt jafnt í Árbænum Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2023 19:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Sjá meira
Leik lokið: Fylkir 2-2 ÍBV | Allt jafnt í Árbænum Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2023 19:00