Sport

Pétur: FH spilar fótbolta sem mér finnst skemmtilegt að horfa á

Andri Már Eggertsson skrifar
Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn
Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn vísir/Diego

Valur komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann 3-1 sigur gegn FH. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn.

„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Það er gaman að spila gegn FH þar sem FH er skemmtilegt lið og spilar skemmtilegan fótbolta og er að reyna að gera hluti sem mér finnst gaman að horfa á,“ sagði Pétur Pétursson og hélt áfram.

„Þetta var erfiður leikur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður. Ég veit ekki hvort það var vegna þreytu en þetta var fjórði leikurinn hjá okkur á ellefu dögum en í seinni hálfleik spiluðum við betur.“

Pétur var ekki ánægður með fyrri hálfleik Vals og var á báðum áttum hvort að það hafi verið sanngjarnt að staðan hafi verið jöfn í hálfleik.

„Það var alveg sanngjarnt að staðan var jöfn í hálfleik en við hefðum alveg eins getað verið undir í hálfleik líka en FH er gott og skemmtilegt lið.“

Pétur var afar ánægður með síðari hálfleikinn þar sem hans lið spilaði miklu betur sem skilaði tveimur mörkum.

„Mér fannst við spila miklu betur í seinni hálfleik. Við vorum að gefa betri sendingar og hlaupa meira. Við dekkuðum miklu betur eins og við ætluðum að gera og mér fannst seinni hálfleikur ganga miklu betur.“

Bryndís Arna Níelsdóttir fór af velli í hálfleik. Aðspurður hvort skiptingin hafi verið vegna meiðsla sagði Pétur að hún hafi verið tæp í náranum og vildi ekki taka neina áhættu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.