Innlent

Sam­­flokks­­kona ráð­herra skorar á hann

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ingibjörg Isaksen, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi og þingflokksformaður við setningu Alþingis í fyrradag. Hún tók sæti á þingi árið 2021. 
Ingibjörg Isaksen, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi og þingflokksformaður við setningu Alþingis í fyrradag. Hún tók sæti á þingi árið 2021.  Vísir/Hulda

Þing­flokks­for­maður Fram­sóknar og odd­viti í Norð­austur­kjör­dæmi skorar á mennta­mála­ráð­herra og sam­flokks­mann sinn að endur­skoða vinnu og mark­mið með sam­einingu MA og VMA með það að leiðar­ljósi að efla nám fram­halds­skólanna í breiðu sam­ráði. Hún segir eina af for­sendum þess að breyta á­herslum sé sú að fá aukið fjár­magn í mála­flokkinn.

Þetta kemur fram í skrif­legum svörum frá Ingi­björgu Isak­sen, þing­flokks­for­manni Fram­sóknar og odd­vita í Norð­austur­kjör­dæmi. Eins og fram hefur komið hafa 25 fyrir­tæki á Norður­landi gagn­rýnt á­formin sem fyrst voru kynnt í lok apríl, auk kennara­fé­laga beggja skóla og nem­enda við Mennta­skólann á Akur­eyri.

„Ég hef verið hörð á því frá upp­hafi að mark­mið með þeirri vinnu sem lagt var upp með yrði að vera til þess að efla nám og svæðið í heild,“ segir Ingi­björg.

„Í ljósi þeirrar gagn­rýni sem fram hefur komið á skýrslu nefndarinnar tel ég ein­sýnt að staldra við, hægja á okkur og breyta upp­leggi vinnunnar. Ég hef skorað á mennta­mála­ráða­herra að endur­skoða vinnuna og mark­mið með það að leiðar­ljósi að efla nám fram­hald­skólanna í breiðu sam­ráði.“

Hún segir að það verði að gefa svig­rúm til þess að um­ræðan geti átt sér stað á mál­efna­legum grund­velli, með það að enda­mark­miði að fram­halds­skóla­sam­fé­lagið á Akur­eyri verði það öflugasta á landinu.

„Ein af for­sendum þess að hægt sé að slaka á vinnunni eða breyta á­herslum er sú að fjár­magn inn í mála­flokkinn aukist. Ég treysti því að allir þing­menn hér í kjör­dæminu styðji til­lögur um aukið fjár­magn inn í mála­flokkinn svo hægt sé að hægja á þessari veg­ferð. Nú er mikil­vægt að gefa starfs­mönnum, nem­endum og heima­fólki á svæðinu svig­rúm og tæki­færi til að móta sam­eigin­lega fram­tíðar­sýn um þróun fram­halds­skóla­starfs á svæðinu í takt við sam­fé­lags­breytingar og á­skoranir.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×