Liðin skiptust á mörkum fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar en í stöðunni 10-10 komst KA í gang. Gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik 12-15.
Gestirnir frá Akureyri stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik og fóru illa með Selfyssinga. Heimamenn skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og KA komst átta mörkum yfir 14-22.
Sveinn Andri Sveinsson gekk til liðs við Selfyssinga á dögunum og spilaði í dag. Sveinn skoraði fimm mörk úr fimm skotum.
Hjá KA voru Einar Rafn Eiðsson og Einar Birgir Stefánsson markahæstir með sex mörk hvor. Ott Varik skoraði fimm mörk en KA fékk hann fyrir tímabilið.
Selfyssingar ógnuðu aldrei forskoti KA og gestirnir unnu sjö marka sigur 23-30.