Sport

Dag­skráin í dag: Suður­lands­slagur, Bestu mörkin og Loka­sóknin snýr aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍBV tekur á móti Selfossi.
ÍBV tekur á móti Selfossi. Vísir/Hulda Margrét

Það er boðið upp á Bestu deild kvenna, NFL, padel, Lokasóknina og Stjórann á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.50 hefst útsending frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti Selfossi í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Að leik loknum, klukkan 19.00, eru Bestu mörkin á dagskrá en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í þessari umferð Bestu deildar kvenna.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20.00 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir komandi tímabil í NFL-deildinni.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 21.00 er Stjórinn á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 11.00 hefst bein útsending frá París þar sem annar dagur af Premium Padel-mótinu fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×