Hermenn handtóku forseta Gabon Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 12:14 Hermenn tilkynntu í morgun að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu og snúa úrslitum nýlegra kosninga. AP/Gabon 24 Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. Hermennirnir segja að þeir ætli sér að taka völd í landinu til að snúa úrslitum forsetakosninga sem haldnar voru nýverið og Bongo vann. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmt kosninganna harðlega. Bongo fjölskyldan hefur stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi. AP fréttaveitan segir að reiði í garð Bongo-fjölskyldunnar hafi verið mikil um árabil. Sérfræðingur í málefnum Afríku sagði fréttaveitunni að valdaránið kæmi ekki á óvart en að líklega megi rekja uppruna þess til nokkurra valdarána á Sahel-svæðinu svokallaða á undanförnum árum. Ali Bongi, forseti Gabon. Fjölskylda hans hefur stjórnað landinu í meira en hálfa öld en útlit er fyrir að almenningur hafi tekið handtöku hans fagnandi.AP/Mary Altaffer Samkvæmt AP brutust út fagnaðarlæti á götum Libreville, höfuðborgar Gabon, í morgun og sungu íbúar þjóðsönginn með hermönnum. Hermennirnir segjast ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins og að óábyrg stjórnun landsins hafi leitt það í ógöngur. Forsetinn hefur verið settur í stofufangelsi og er herinn einnig búinn að handtaka samstarfsmenn hans og minnst einn son en þeir eru sakaðir um svik og stuld, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt BBC segir að Bongo fjölskyldan hafi lengi verið sökuð um arðrán í Gabon, sem er aðili að OPEC, sambandi olíuframleiðenda. Þrátt fyrir að ríkið framleiðir um 181 þúsund tunnur af hráolíu á dag eru rúmlega tvær milljónir íbúa landsins mjög fátækir. Árið 2020 voru nærri því fjörutíu prósent íbúa landsins frá fimmtán til 24 ára án atvinnu. Another view of the military cheering on General Brice Clotaire Oligui-Nguema, who now seems to be the new strongman since the announcement of the coup d'état in Gabon.For the moment, no official announcement has been made by the coup leaders. pic.twitter.com/VHbIdF4ug7— Casus Belli (@casusbellii) August 30, 2023 Gabon Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Hermennirnir segja að þeir ætli sér að taka völd í landinu til að snúa úrslitum forsetakosninga sem haldnar voru nýverið og Bongo vann. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmt kosninganna harðlega. Bongo fjölskyldan hefur stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi. AP fréttaveitan segir að reiði í garð Bongo-fjölskyldunnar hafi verið mikil um árabil. Sérfræðingur í málefnum Afríku sagði fréttaveitunni að valdaránið kæmi ekki á óvart en að líklega megi rekja uppruna þess til nokkurra valdarána á Sahel-svæðinu svokallaða á undanförnum árum. Ali Bongi, forseti Gabon. Fjölskylda hans hefur stjórnað landinu í meira en hálfa öld en útlit er fyrir að almenningur hafi tekið handtöku hans fagnandi.AP/Mary Altaffer Samkvæmt AP brutust út fagnaðarlæti á götum Libreville, höfuðborgar Gabon, í morgun og sungu íbúar þjóðsönginn með hermönnum. Hermennirnir segjast ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins og að óábyrg stjórnun landsins hafi leitt það í ógöngur. Forsetinn hefur verið settur í stofufangelsi og er herinn einnig búinn að handtaka samstarfsmenn hans og minnst einn son en þeir eru sakaðir um svik og stuld, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt BBC segir að Bongo fjölskyldan hafi lengi verið sökuð um arðrán í Gabon, sem er aðili að OPEC, sambandi olíuframleiðenda. Þrátt fyrir að ríkið framleiðir um 181 þúsund tunnur af hráolíu á dag eru rúmlega tvær milljónir íbúa landsins mjög fátækir. Árið 2020 voru nærri því fjörutíu prósent íbúa landsins frá fimmtán til 24 ára án atvinnu. Another view of the military cheering on General Brice Clotaire Oligui-Nguema, who now seems to be the new strongman since the announcement of the coup d'état in Gabon.For the moment, no official announcement has been made by the coup leaders. pic.twitter.com/VHbIdF4ug7— Casus Belli (@casusbellii) August 30, 2023
Gabon Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira