Sport

Dag­skráin í dag: Orri Steinn í Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson kátur með boltann sem hann fékk til eignar eftir þrennuna gegn Breiðabliki í gærkvöld.
Orri Steinn Óskarsson kátur með boltann sem hann fékk til eignar eftir þrennuna gegn Breiðabliki í gærkvöld. Getty/Lars Ronbog

Tvær beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport þennan þriðjudaginn. Báðar eru í Evrópukeppnum karla í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Belgíu þar sem Antwerp mætir AEK Aþenu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Um er að ræða fyrri leik liðanna en sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Vodafone Sport

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Póllandi þar sem Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn mæta Raków Częstochowa í forkeppni Meistaradeildarinnar. Um er að ræða fyrri leik liðanna en sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×