Sport

Telur afar ólíklegt að Rússar fái að keppa á Ólympíuleikunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Seb Coe & Tony Estanguet - 2023 Laureus World Sport Awards Paris PARIS, FRANCE - MAY 08: Lord Sebastian Coe attends a press conference ahead of the 2023 Laureus World Sport Awards Paris at Salles des Tirages on May 08, 2023 in Paris, France. (Photo by Marc Piasecki/Getty Images for Laureus)
Seb Coe & Tony Estanguet - 2023 Laureus World Sport Awards Paris PARIS, FRANCE - MAY 08: Lord Sebastian Coe attends a press conference ahead of the 2023 Laureus World Sport Awards Paris at Salles des Tirages on May 08, 2023 in Paris, France. (Photo by Marc Piasecki/Getty Images for Laureus)

Lord Coe, forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, segir að sér þyki ólíklegt að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái að taka þátt á Ólympíuleikunum í París á næsta ári.

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið bannaði íþróttafólki frá löndunum tveimur að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu, jafnvel þó íþróttafólkið keppi undir hlutlausu flaggi.

Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur hins vegar sagt að íþróttafólk frá löndunum tveimur eigi að fá að keppa sem hlutlausir, en Lord Coe segir að afstaða sín sé mjög skýr og að það kæmi honum virkilega á óvart ef afstaða kollega sinna væri ekki sú sama.

„Það myndi koma mér verulega á óvart ef einhver breyting yrði á afstöðu nýju nefndarinnar, án þess að ég ætli að fara að tala fyrir hana,“ sagði Lord Coe er hann ræddi við blaðamenn í aðdraganda heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum sem hefst á morgun.

Þrátt fyrir að IOC hafi á dögunum talað um að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi eigi að fá að taka þátt undir hlutlausu flaggi hefur nefndin ekki tekið lokaákvörðun um hvort svo verði. Nefndin geti í raun aðeins veitt ráðgjöf, en hver íþrótt fyrir sig geti kosið að framfylgja boðum og bönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×